Uppreisn Jóns Arasonar: Ásgeir Jónsson

DB6044EB-A899-4979-9F4F-CC0CE67036BE
Uppreisn Jóns Arasonar

Það vakti forvitni mína þegar ég frétti að Ásgeir Jónsson Seðlabankastjórinn okkar hefði skrifað bók um Jón Arason biskup. Og ég gladdist þegar ég sá að búið var að lesa hann inn hjá Hljóðbókasafni Íslands. Nú hef ég lokið henni og varð ekki fyrir vonbrigðum. Áður hef ég lesið þrjár bækur um þennan sögufræga mann. Þær eru eftir Torfhildi Hólm, Gunnar Gunnarsson og Ólaf Gunnarsson. Bók Ásgeirs fjallar um síðustu ár Jóns, þ. e. árin sem hann er í uppreisn gegn yfirvöldunum.Hann hafði tekið Martein Einarsson Skálholtsbiskup til fanga og taldi að þar með væri hann biskup allra landsmanna. En átökin um siðskiptin voru ekki bara um trúmál, þeim tengdust átök um verslun og jarðakaup. Ásgeir Jónsson hefur frásögn sína á að segja frá  áhlaupi Daða Guðmundssonar á Jón og menn hans í kirkjugarðinum á Sauðafelli. Jón hafði bannfært Daða fyrir hórdóm og Ari sonur hans deildi við Daða um eignarhald á jörðinni Sauðafell. Daði tók þá feðga Jón, Ara og Björn fangna   og afhenti þá síðan Kristjáni skrifara umboðsmanni Danakonungs.

Stór áform

En það var annað og meira sem vakti fyrir Jóni Arasyni. Hér á Íslandi ríkti stríðsástand, það var tekist á um verslun. Danir vildu ná versluninni af Þjóðverjum sem voru stórtækir  í verslun. Ásger færir lýkur að því að hann hefði haft uppi áform um að styðja verslun Þjóðverja  og fá um leið stuðning  við að halda landinu kaþólsku.

Heimsmynd  Jóns Arasonar

En Ásgeir fræðir lesundur ekki bara um átök á tímum trúarbragðastyrjalda, hann veltir fyrir sér heimsmynd  Jóns í ljósi kvæða hans og nefnir til sögunnar heimspekinginn Boethíus (477 -524) og skrif hans um vilja Guðs, frjálsan vilja mannsins og tilviljanir sem hann ræður engu um.  Hann tekur dæmi af veraldarhjólinu sem gyðjan Fortuna  snýr og Guð veit um, en skiptir  sér ekki af.

Lokaorð

Það var gaman að lesa þessa bók, ekki síst viðaukann um veraldlegan kveðskap Jóns Arasonar. En þetta er fræðileg bók, full af tilvitnunum  og það er vandi að koma slíku efni til skila í upplestri svo vel sé. Ég hefði kosið að sleppa  við að hlusta á tilvitnanir  inni í texta og fá í staðinn greinargerð um helstu heimildir.

Eftirþanki

Það er góð tilfinning að vita að Seðlabankinn skuli vera í höndum manns sem þekkir vel til sögu lands og þjóðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 188991

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband