Óttar Guðmundsson: Sturlunga geðlæknisins

3D66DC25-CA44-4138-8918-33BAB3F2831E
Endalaust púsluspil

Ein af jólabókunum í ár er Sturlunga geðlæknis eftir Óttar Guðmundsson. Þótt ég fresti  því oft að lesa jólabækurnar, jafnvel til næstu jóla, gat ég ekki á mér setið þegar ég sá að Óttar Guðmundsson var búinn að geðgreina allar helstu söguhetjur Sturlungu.En fyrst ætla ég að tala um mig og Sturlungu. Ég er með áráttu fyrir Sturlungu og hef pælt í gegnum hana hvað eftir annað og hef nú komist að því að Sturlunga er eins og sjálf lífsgátan, ég get ekki leitt hana hjá mér, þótt ég viti að það finnst ekkert svar. Hún er eins og endalaust púsluspil sem maður gefst ekki upp á, þótt mann gruni að það vanti e.t.v. eitt og eitt púsl. Ég var örlítið smeyk um að Óttar væri að grínast með þetta uppáhald mitt en komst fljótlega að því, að bók hans er skrifuð af mikilli alvöru. En allri alvöru fylgir nokkuð grín, þannig á  það líka að vera.

Bók Óttars

Efnistök Óttars eru framúrskarandi. Fyrst gerir hann grein fyrir því helsta sem maður þarf að vita um Sturlungu til að skilja hvað hann er að tala um. Síðan gerir  hann grein fyrir hvað felst í geðgreiningum. Loks fjallar hann um muninn á  Sturlungu og öðrum Íslendingasögum. Þetta gerir hann í ótrúlega stuttu máli en nær þó að draga fram aðalatriði. Þetta var góð upprifjun fyrir mig og vonandi nægilegur grunnur fyrir þá, sem lesa bókina án þess að þekkja  Sturlungu fyrir.

Meginefni bókarinnar fjallar svo um þekktar persónur og þá hefur hann sama háttinn á, að hann kynnir þær hverja fyrir sig og talar um hvaða hlutverki þær gegna í sögunni og þá væntanlega líka í sinni samtíð, því meginhluti Sturlungu er samtímaheimild. Loks gerir Óttar grein fyrir hverjum og einum út frá viðmiðum geðlækninga dagsins í dag. Bókin í heild er skemmtileg upprifjun á Sturlungu.

Geðheilsa og stríðsástand

Það var gaman að skoða bókina út frá þessu sjónarmiði. Hljóta ekki menn sem víla ekki fyrir sér að ræna, drepa og limlesta fólk að vera á einhvern hátt brjálaðir? En Óttar segir jafnframt að það hafi ríkt stríðsástand á Sturlungaöld. Þannig hef ég líka skilið Sturlungu. En hvort er á undan stríðið eða vondir menn. Þetta er eins og spurningin um hænuna og eggið. Tilgangslaus spurning.

Hvaðan kemur grimmdin?

Þótt Óttar sé ekki beinlínis að fjalla um það, finnst mér það liggja ljóst fyrir í bók hans. Grimmdin og voðaverkin sem eru framin orsakast fyrst og fremst af eltingaleiknum um auð og völd. Hégómleiki  og dramb koma  einnig við sögu í einstaka tilfellum.

Að  lokum

Þótt Sturlunga sé fyrst og fremst bók um karla fyrir karla koma konur við sögu, þótt þær fái minna pláss. Já Sturlunga er breið saga sem fjallar um höfðingja, konur, börn og alþýðu. Óttar gerir vel grein fyrir stöðu kvenna á Sturlungaöld og veltir fyrir sér uppeldisaðstæðum barna.

Þannig dregur hann fram heildarmynd þessa róstusömu tíma.

Ég var sem sagt mjög ánægð með bókina í heild og ekki dregur hún úr Sturlunguáráttu minni. Ég var ekki fyrr búin með hana þegar ég smellti á bók Sverris Jakobssonar, Auðnaróðal, en þar fjallar Sverrir um samfélagsbreytingar á tímum Sturlunga.

Eitt af því góða við að lesa Sturlungu og bækur henni tengdar, er að maður verður svo þakklátur fyrir hvað allt er miklu betra nú en þá. Að kóvíittímum meðtöldum.

Ég mæli með bók Óttars, hún er bæði vel skrifuð og af mikilli þekkingu á efninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sturlunga er endalaus uppspretta upplýsinga bak við morðin og viðbjóðinn  um aldarfarið og lífshættina.

Til dæmis um samgöngumál þegar Hólmdælan og Gróbússan farast með á þriðjahundrað farþega samtals á sama ári. 

Það gengu greinilega fullþiljuð farþegaskip milli Íslands og Evrópu á þessum tíma með hundrað farþega í líklega fullum lúxus og jafnvel káetum í mat og virðurgjörningi. Allt þetta kemur fram í aukalínum hjá Sturlu þórðarsyni þeim einstaka manni sem lifði  sjálfur atburðina á Örlygsstöðum og Þverá of alla öldina.

Fyrir mér er Sturlunga snilldarverk sem allir hafa gott af að kynna sér. Maðurinn sjálfur hefur lítið breyst en aldarfrið því meira með tilkomu olíunnar sem orkugjafa og málmsmíðanna.

Hver getur ekki sett sig inn í huga vesalings Gizurar Þorvaldssonar eftir Flugumýrarbrennu:

"Enn mank böl þat brunnu

Baugahlín  og mínir

skaði kenni mér minni

mínir þrír synir inni

Brjótur  lifir sjá við sútir

sverðs nema hefndir verði."

Að maðurinn skyldi ekki  tapa vitinu eftir þessi hræðilegu atburði skýrast aðeins með orðum Sturlu um skaphöfn Gizurar:

Hann var mikill borði.

Flugumýrarbrenna er einhver skelfilegasti atburður Íslandssögunnar finnst mér.

Halldór Jónsson, 20.12.2020 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 189889

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband