Hilduleikur: Hlín Agnarsdóttir

41353823-72DD-4455-A9E6-0DC9FBEB8388

Hvað er betra á farsóttartímum en að lesa  kolsvarta dystópíu ? Þá getum við ornað okkur við að til  eru enn verri tímar en kóvítið. Distópía er andstæðan við útópíu, en hvort tveggja eru þetta erlend orð sem hentugt er að grípa til þegar verið er að lýsa því sem er best eða verst allra heima.

Hilda er eldri borgari og búin að missa manninn og aðra dóttur sína, hin býr erlendis. Sonurinn hefur komið sonarhlutverki sínu yfir á konu sína, svo ekki íþyngja börnin.  Hún hefur ráðið sér húshjálp til að létta undir með sér og til að lesa með sér ljóð. Húshjálpin ber nafnið Bragi Austan. Það er hann sem segir söguna að hluta. Hilda býr í blokk í Ljósheimum og ætlar að una þar við ljóðalestur og minningar þar til yfir líkur. En það er hægara sagt en gert. Ríkisstjórnin hefur framselt þjónustu við eldri borgara til einkafyrirtækisins Futura Eterna. Fyrirtækið  hefur um leið fengið umtalsvert vald til að hlutast til um hvernig skjólstæðingar þess haga lífi sínu.Þessu fylgir að Futura hefur tekið að sér að greina hvað er best fyrir hvern og einn og hvenær er tímabært að  deyja. Það er t.d. alls ekki ætlast til að gömul kona búi ein í 137 fermetra íbúð. Gamla fólkinu stendur til boða sérhæft úrræði, svokallaðar ellikúpur.  Ef skjólstæðingar Futura Eterna  þrjóskast við, þurfa þeir að borga refsiskatt eftir fjölda umfram fermetra. Það hefur verið reiknað út að 12 fermetrar nægja þeim sem komnir eru á aflifunaraldur. En  aflifunaraldur er eitt af fjölmörgum orðum sem eru notuð af fyrirtækinu . En

Hilda er engan veginn sátt við  hugmyndafræði Futura Eterna og þegar  stofnunin tekur af henni völdin á ögurstundu er henni nóg boðið. Málið varðar vin hennar sem hefur mjaðagrindarbrotnað. Futura Eterna flokkar hann og telur lítið vit í að leggja á hann  erfiða lækningu og velur honum líknandi dauða.  

Mótmæli Hildu eru sterk.   Hún fórnar því eina sem hún enn á.  

Þótt þessi saga dragi upp dökka mynd af framtíð sem gæti verið rétt handan við hornið, er gaman að lesa hana. Það kemur til af því hvað Hlín skrifar góðan texta og af því að  hún er hnyttin og lúmskt fyndin. Auk þess rúmar hún mikla alvöru.

Það er Ásdís Thoroddsen sem les. Hún er ein af mínum uppáhalds lesurum.

Eftirþanki

Ég yrði ekki hissa þótt næsta bók Hlínar yrði ljóðabók. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 187449

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband