11.12.2020 | 12:41
Hundalíf: Theobald og Þráinn Bertelsson
Ekki veit ég hvernig þessi bók flokkast á bókasöfnum en í bókasafninu sem ég nota, Hljóðbókasafni Íslands, eru hverri bók gefin efnisorð. Ég kíki gjarnan á þau þegar ég er að velja mér bók.
Efnisorð Hundlífs eru:
Fyndni
Hundar
Íslenskar bókmenntir
Örsögur.
Sagan segir frá gönguferðum manns og hunds, þetta eru Þráinn og Theobald. Þráinn er maður af norrænu kyni en Thobald er franskur bolabítur. Þessi litla bók segir frá samtölum þeirra í gönguferðum í nágrenni Hafnarfjarðar. Það er Þráinn sem færir samtöl þeirra í orð, því Theobald orðar ekki hugsanir sínar. Ef ég hefði átt að velja efnisorð fyrir þessa bók, hefði heimspekileg umræða verið fyrsta efnisorðið. Ljóð hefði ef til vill líka fengið að fljóta með. Ég sá strax mikla líkingu með samræðum þeirra félaga og þeirri umræðuhefð sem kennd er við Sókrates. Mál eru krufin með því að spyrja spurninga. Nemandi spyr og Sókrates svarar með nýrri spurningu.Mér sýnist Þráinn og Theobald skiptast á um að vera Sókrates. Auðvitað finnst mér mest koma til hugmynda Theóbalds enda er sjónarhorn hans nýtt og um margt ólíkt því sem ég þekki úr mannheimum.
Um bóklestur minn.
Í jólabókaflóðinu kýs ég alltaf að vera með bland í poka. Í fyrsta lagi nýjar bækur til að vinna á stabba ólesinna bóka, í öðru lagi gamlar bækur sem ég þekki vel til að uppgötva eitthvað nýtt, sem hefur farið fram hjá mér, í þriðja lagi andlegar bækur, oftast ljóð. Eitthvað sem orkar beint á tilfinningar og smeygir sér fram hjá allri rökhugsun. Þannig er Hundalíf.
Að lokum
Ég er sjálf mikil útivistarkona, geng eða hjóla hvern dag. Mér finnst þessa daga sem ég hef verið að lesa Hundalíf að ég hafi gengið tvöfalt. Mér finnst sem sagt, að ég hafi á mínum ferðum, líka verið að ganga með þeim félögum í Hafnarfirði og hlýtt á tal þeirra.
Það er Sigurður Skúlason sem les bókina fyrir mig, hann gerir það listavel.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 189891
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.