Dagurinnn sem sigurskúfurinn blómgvast

B8F4F663-8258-444B-B54B-62D3B3874C30Dagurinn þegar sigurskúfurinn  blómgast

Þessi pistill er ekki um bók, hann er samt um sögu. Svona sögu eins og Íslendingar segja um fólk.

Einhvern tíma þegar ég var enn ung og bjó á Austurlandi, heyrði ég  sögu um mann sem vann við skógræktina á Hallormsstað. Þegar hann var spurður af yfirmanni, hvenær einhverju verkefni lauk, sem hann hafði með höndum. Eflaust fyrir einhverja skráningu. Svaraði  hann um hæl, „Það var daginn sem sigurskúfurinn blómgaðist.“

Mér finnst svarið eitthvað ólýsanlega töfrandi að það rifjast upp fyrir mér  hvert sumar sem sigurskúfurinn ákveður að að lýsa upp  heiminn.

Þessi saga var hreint ekki sögð til heiðurs þessum góða dreng og náttúruunnanda. Þvert á móti. Hún var sögð til að láta alla vita að hann væri kynlegur kvistur.

Mikið væri gaman að eiga almanak með blómgunartíma jurta.

Einmitt núna er blómgunartími sigurskúfsins og reyndar fjölda annarra síðsumarplantna.

Ekki missa af því.

Meðan ég var að skrifa þennan stubb, langaði mig að hafa sigurskúfur með stórum staf. En það passar ekki. En einhvern tíma lærði ég að Jón Ólafsson blaðamaður og skáld hefði gefið út tímarit á Austurlandi sem hét Sigurskúfur. Hér gat ég komið stóra stafnum að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 187439

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband