Tíbrá: Ármann Jakobsson


TíbráA2A62CAF-5878-4F81-BA54-32BCE5214565

Ég las Tíbrá, bók Ármanns Jakobssonar, áður en ég fór í hringferð um landið. Eins og þeir vita sem lesið hafa pistlana mína, finnst mér oft gott að hverfa inn í langar og efnismiklar bækur, ekki síst þegar eitthvað er mótdrægt. En það er oft gott að stinga styttri og e.t.v. léttari lesefni  inn á milli voldugra verka, eins og t.d. ritverka Torfhildar Hólm. Ég valdi Tíbrá. Þar sem nokkuð er um liðið, þurfti ég að fríska upp á minnið þegar ég loks hafði mig í að skrifa um bókina. Bókin batnaði við endurlestur, eins og allar góðar bækur gera.

Tíbrá/Blekking

Þetta er þriðja glæpasaga Ármanns sem ég les og þegar ég reyni að finna samnefnara fyrir þær er niðurstaðan þessi. Bækur Ármanns fjalla fyrst og fremst um fólk. Þar liggur styrkleiki  þeirra. En nú er það ekki hið geðþekka lögregluteymi, sem er í forgrunni, nú fáum við að kynnast afar ólíkum hópi karlmanna. Og svo fjallar bókin að sjálfsögðu um morð. Um þann hluta sögunnar ætla ég ekki að tjá mig, því það gæti spillt ánægju þeirra sem ekki hafa  enn lesið bókina. Plottið er afar sérstakt en gengur upp.

Til að vera alveg hreinskilin verð ég einnig að geta þess, sem mér fannst miður við bókina frá mér séð. Reyndar held ég það sé fyrst og fremst vandamál mitt. Mér leiðast kynlífslýsingar. Þetta er líklega tepruskapur, en það gildir einu. Ég hefði miklu frekar viljað fá mataruppskrift, t.d. af grænmetisréttinum sem stúlkan frá Slóveníu eldaði  handa gestum sínum.

Eftir á að hyggja og til að enda ekki á því sem mér féll ekki, vil ég bæta því við, að Ármann á auðvelt með að draga upp sannferðugar myndir af fólki. Þessi bók gæti flokkast sem sálfræðiglæpasaga ef maður vill á annað borð flokka bækur og raða í kerfi.

Nú bíð ég spennt eftir hvers konar bók Ármann kemur með næst og vona að lögguhópurinn fái eitthvað til að takast á við.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 189009

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband