10.12.2019 | 18:32
Múttan: Frönsk glæpasaga
Múttan
Ég var ekki búin að lesa langt í Múttan, bók Hannelore Cayre, þegar ég var viss um að þetta væri góð bók. Ég hef hvergi séð trúarbrögðum auðhyggju betur lýst. Aðalpersóna bókarinnar Patience Portefeux 53 ára gömul ekkja, lýsir viðhorfi foreldra sinna til peninga svona:
Svindlararnir,foreldrar mínir, elskuðu peninga af öllu hjarta, ekki á sama hátt og manni þykir vænt um dauðan hlut sem falinn er inn í peningaskáp eða á bankareikningi. Nei, þau elskuðu þá eins og lifandi gáfaða veru sem getur skapað og drepið og er fær um að fjölga sér. Í þeirra augum voru peningar stórkostlegur örlagavaldur sem greindi hið fagra frá því ljóta og aumingjann frá þeim sem náð hefur árangri. Peningar voru aðalatriðið, samnefnari fyrir allt sem hægt var að kaupa í heimi þar sem allt var falt.
Foeldrar Patience Portefeux höfðu misst allt sitt. Móðir hennar, austurrískur Gyðingur, og faðirinn frá franska Túnis. Þau höfðu bæði tapað heimalandi sínu og voru í raun flóttamenn horfinna menningarheima.
Patience Portefeux ber þeim ekki vel söguna sem uppalendum. Hún átti í raun erfiða æsku, þangað til faðir hennar kaupir inn á heimilið húsþræl frá Túnis og hann kennir henni allt, þar með talda arabísku.
Þegar hún missir manninn frá tveimur dætrum, fær vinnu við að þýða samskipti grunaðra eiturlyfjasala fyrir lögregluna sem fer fyrst og fremst fram í gegnum smáskilaboð. Hún fær lúsarlaun og þar sem hún þarf einnig að borga hjúkrunarheimili fyrir móður sína, grípur hún tækifæri feginshendi þegar það kemur upp í hendurnar á henni að gerast dópsali.
Þetta er ekki löng bók, tekur einungis tæpar 5 stundir í hlustun en hún er innihaldsrík. Lesandinn fræðist um margt, starf lögreglunnar, ástandið í málefnum gamals og veiks fólks og um peningaþvætti. Ég kynnist líka annarri París en þeirri sem ég þekkti áðður, bæði persónulega og úr fjölmiðlum.
Þetta er bók að mínu skapi. Persónur eru vel dregnar og ekki stuðst við klisjur. Það eina sem skemmir fyrir, er að heimurinn sem lýst er, er síður en svo aðlaðandi og aðalpersónan, okkar snjalla Patience Portefeux hefur ekki nein áform uppi um að bæta hann.
Myndin er af pistlahöfundi
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.