Sturlungaöld í uppsveitum Árnessýslu

FCD3E35C-A9EE-44BC-85E2-077F4CE1F7C6

Sturlungaöld í uppsveitum Árnessýslu

 

Síðastliðna viku dvaldi ég í sumarbústað í Árnessýslu. Nánar til tekið á Flúðum. Bústaðurinn var í eigu Verslunarmannafélagsins og ég átti mér ekki annars von en að hann væri nútímalegur í einu og öllu. Og það var, nema í einu tilliti. Það skorti nettengingu.

Og þar með var lífi mínu umturnað. Nettenging er nefnilega lífæð mín . Tengir mig  við umheiminn og að hluta til við sjálfa mig. Ég  get ekki lengur lesið bækur, ég hlusta og ég get ekki lengur lesið blöð nema á netinu.

Ég var sem sagt ekki undir það búin að vera vikulangt bóka- og fjölmiðlalaus.

Það vildi mér til happs að ég  hafði hlaðið inn nokkrum bókum fyrir ferð mína til Egyptalands í vetur og átti eina bók ólesna, Sturlungu,  öll þrjú bindin.

Bók sem endist og stenst tímans tönn

Reyndar er ekki alls kostar rétt að ég hafi ekki lesið hana áður, en þetta er bók sem maður þarf að lesa oft.

Bók Hljóðbókasafnsins er ritstýrt af Guðna Jónssyn og það er hann sem skrifar formála. Ólafur Jensson les. Hann gerir það vel. Vísur eru lesnar eins og þær standa í textanum, auk þess eru þær færðar til nútímamáls þegar þurfa þykir. Ég finn að ég sakna Svart á hvítu útgáfunnar, sem ég á heima í hillu og get ekki lengur nýtt mér. Frábær útgáfa með kortum og margvíslegum skýringum.

Með Sturlungu í eyrunum

Þessa viku í sumarbústaðnum sofnaði ég  og vaknaði við Sturlungu. Þetta er voðaleg bók og það sem gerir  hana enn hræðilegri er að maður trúir henni. Veit að svona hafi þetta verið í raunveruleikanum. Flokkar manna undir stjórn svokallaðra höfðingja þeistu um landið, drápu fólk og brenndu bæi, stálu og misþyrmdu. Höfundur eða höfundar sviðsetja viðburði og upplifun mín þarna í blómaskrúðinu og sumarnóttinni var eins og að vera á endalausri Hamlet sýningu. Kannski væri nær að tala um Macbeth.  Lúsmýið truflar ekki konu sem er að hlusta á Sturlungu.

Það sem mér finnst erfiðast að þola í bókum  og tek endalaust  inn á mig, eru misþyrmingarnar á fólki. Ég veit eki hvort reiði eða fyrirlitning skorar hærra á tilfinningaskalanum gagnvart mönnunum, sem stýra þessu. Þeir eru í senn grimmir og ómerkilegir karakterar. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hvarflar hugur minn til hrunverja okkar tíma, því allt snýst þettta um völd og peninga. Um leið finn ég til örlítils léttis, það hafa orðið framfarir hugsa ég. Á Íslandi tíðkast ekki lengur að drepa fólk eð limlesta, hvað þá nota dætur sínar sem skiptimynt við samningagerð.  Nei, ekki á Íslandi.

Það passar betur að máta hugarheim Sturlunga við alþjóðastjórnmálin. Þar bregður svo sannarlega fyrir ruddum og tuddum. Það bregst ekki að við sjáum einn eða fleiri í hverjum sjónvarpsfréttatíma.

Reyndar erum við í slagtogi með þjóð sem valdar þjóðríki, sem svífst einskis við að sölsa undir sig land annarra og þar hafa mörg börn bæði dáið og misst limi sína. Fólk er ekki aflimað handvirkt nú til dags, tæknin hefur tekið stakkaskiptum.

Svona fer hugurinn út um víðan völl eftir að hafa lesið Sturlungu  í viku.

Lokaorð

Það er alltaf  erfitt að lesa bækur þegar allir karakterar eru jafn vondir og ómerkilegir, maður finnur engan til að standa með. Þykja vænt um. Dást að. Einna helst að Guðmundur góði komi til greina eða Hálfdán á Keldum sem neitaði að fara í stríð þótt kona hans hæddi hann.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Er Trump illmenni og stríðsæsingamaður í þinum augum?

Sýnist þér ekki að hann leggi meira upp úr friði og innanlandsmálum en alþjóðlegri illsku. Ertu með trú um óendanlega  visku vinstri grænna eða Pírata og trúir þú á að CO2 sé að drekkja jörðinni?

Sé svo, hvað var þá Hillary Clinton og Bill? Hvað er þá Pútín.

Ekki líkir þú Trump siðferðilega við Sauda konungsættina? Hefur hann farið í styrjaldir eða látið myrða andstæðinga sína eins og Hillary? 

Halldór Jónsson, 16.7.2019 kl. 21:08

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sturlunga er hrikaleg saga sem ég kann hérumbil utanað. Hver var þeirra verstur? Sturla Sighvatsson?Þórður kakali? Gizur Þorvaldsson sem varð fyrir skelfilegri raunum en nokkur annar?

Halldór Jónsson, 16.7.2019 kl. 21:10

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2016:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 17.7.2019 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 188994

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband