11.6.2019 | 19:55
Bókaspjall
Bókaspjall
Ég er hálfnuð með að lesa, þ.e. hlusta á Dyr opnast eftir Hermann Stefánsson, þegar mig langar til að fá hana í hendurnar, þótt ég geti ekki lengur lesið. Mig langar til að útskýra þetta fyrir konunni í bókasafninu, sem segir mér að hún sé alveg nýkomin og það sé verið að ganga frá henni, ég þurfi bara að hinkra aðeins.
Þær eru alltaf svo fallegar bækurnar hans Hermanns segi ég og mér finnst svo gott að koma við þær og handleika þær. En það segir konan og ég heyri á röddinni að hún hefur líklega misskilið mig og flýti mér að segja, já, að utan, ég veit ekki hvað ég á að segja um hitt.
Svo kom bókin. Nýplöstuð og með álímdum miðum. NÝTT og 14 dagar.
JÁ, hún er vissulega falleg, hönnuð af Ragnari Helga Ólafssyni. Ljósmynd á kápu eftir Dag Gunnarsson. En plastið skaðar heildarmyndina. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það ætti ekki að plasta bækur. Þori ekki að segja hvað þetta minnir mig á.
Af hverju ekki að leyfa bókunum að eldast og slitna eðlilega. Já hreinlega eyðileggjast ef svo ber undir? Er ekki alltaf verið að tala um að það sé allt of mikið til af bókum, erfingjarnir eru að kikna undan bókum forelda sinna?
Nóg um útlitið. Ég er búin að lesa bókina til hálfs en og ætla að skrifa um hana þegar henni lýkur.
Eitt get ég þó sagt nú þegar. Þetta er ekki þægindalestur. Hún er full af umdeilanlegum fullyrðingum og spurningum sem ekki er svarað og hugurinn fer á flug. Þetta er ekki bók til að sofna út frá. Ég er strax farin að hlakka til kvöldsins.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 189865
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar ESB hefur skrúfað fyrir raforkuna og Netið, verða prentaðar bækur aftur verðmætar.
Júlíus Valsson, 13.6.2019 kl. 18:17
...einkum dýstrófíur
Júlíus Valsson, 13.6.2019 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.