Nagíb Mahfúz: Þjófur og hundar

CB91A9FE-90C7-4D02-8C89-36F08A4417A6

Áður en ég skrifa um bókina Þjófur  og hundar, langar mig til að tala meira um höfundinn, Nagíb Mahfúz, en ég sagði stuttlega frá honum í síðasta pistli.

Nagíb Mahfúz

Hann var fæddur í Kairó 1911 og bjó þar til dauðadags 2006. Hann nam heimspeki við háskólann í Kaíró og fékk að prófi loknu vinnu hjá hinu opinbera og vann þar til 1971. Hann sinnti þar  ýmsum trúnaðarstörfum. En lengst af vann hann fyrir Menntamálaráðuneytið. Jafnframt skrifaði hann greinar í blöð og tímarit. Það er sagt að eftir hann liggi 34 skáldsögur og 350 smásögur auk fjölda greina og ritgerða (esseyjur). Hann hefur greinilega verið mjög vinnusamur.

En það var ekki bara þetta sem ég ætlaði að koma á framfæri, það er ekkert óvenjulegt að rithöfundar séu vinnusamir. Mig langar til að segja frá hversu mikið hann lét til sín taka á opinberum vettvangi varðandi stjórnmál.

Á unga aldri aðhylltist hann róttækar skoðanir, seinna bar meira á framlagi hans til umræðu um lýðræði og ritfrelsi.Mér sýnist að það séu mörg hættuleg sprengjusvæði í menningarumræðu í  arabískum bókmenntaheimi. Nagíb Mahfúz gerði sig óvinsælan þegar hann studdi í sínum  skrifum  samkomulag það,sem kennt er við Camp David 1978.Seinna tók hann þátt baráttu fyrir ritfrelsi þegar hann gagnrýndi dauðadóm dóm Khomeinis á Salman Rushdie 1989 og var sjálfur settur á dauðalista harðlínumanna Múslima. Eftir það þurfti hann að vera undir opinberri vernd og gat ekki farið ferða sinna án lífvarða. Þó tókst ekki betur til en svo að ráðist var á skáldið fyrir utan heimili  hans 1994 og hann særðist illa á hálsi.

Þegar ég skoða þetta sem ég hef skrifað, velti ég fyrir mér hvað ég veit lítið um arabaheiminn og er sjálfsagt  ekki ein um það. Ég man t.d. ekkert eftir þessari frétt. Vegna þessa leggst ég í þetta grúsk.

Þjófur og hundar

En nú ætla ég að snúa mér að bókinni Þjófur og hundar.Sú bók er afar ólík bók Mafhfúz um  Blindgötu í Kairó. Hún fjallar um mann sem er nýkominn úr fangelsi og það eina sem kemst að í huga hans er hefnd. Hann er gagntekinn af hefndarhug, honum finnst hann hafa verið svikinn af konu sinni og af fyrrverandi félögum. Dóttir  hans þekkir hann ekki lengur. Hann  finnur enga sök hjá sjálfum sér. Eina manneskjan sem sem styður hann er kona sem elskar hann en hann lítur niður á hana. Hugur hans er gagntekinn af hefndarþorsta og það er eins og lesandinn sé staddur í hans hugarheimi.   Hann er snjöll skytta en ekki tekst betur til en svo, að í tvígang verða saklausir menn fyrir skotum hans. Þetta er mögnuð bók og lesandinn veit allan tímann að hún getur ekki endað vel. Hún kom út í heimalandinu 1961 og hér kom hún út 1992 í þýðingu Úlfs Hjörvars. Það er Gunnar Stefánsson sem les bókina fyrir mig í boði Hljóðbókasafns Íslands. Mikið er ég þakklát öllum þessum mönnum.

Bókin er stutt og það er freistandi að ljúka henni í einni lotu.

Lokaorð

Hvati minn að því að lesa nú bækur Mahfúz var ferð mín til Egyptalands. Mig langaði til að öðlast betri innsýn inn í heim sem þar opnaðist mér.   Nú finnst mér að bækur  Mahfúz séu fyrst og fremst sammannlegar en vissulega gerast þær í heimi sem er mér framandi.       

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn verður svikinn af því að lesa Fúsa (Mahfúz).

Undirritaður á nokkur þúsund bækur, til að mynda Þjóf og hunda, og ekki er til betri einangrun við útveggi.

Sumir safna hins vegar bókum án þess að lesa þær og hafa þeir verið kallaðir kjölfróðir menn. cool

Þorsteinn Briem, 7.6.2019 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband