23.5.2019 | 13:11
Fólk á flótta
Í ferð minni til Egyptalands nú í vor, skoðuðum við ógrynni af gömlum byggingum,, misfornum þó. Sumar voru rústir einar. Leiðsögumaðurinn var óþreytandi að ausa í okkur fróðleik. Einn daginn skoðuðum við sama daginn mosku , kirkju og sáum sínagógu tilsýndar.
Ég, trúlaus manneskjan, gerði mitt besta til að vera andaktug, svo ég gæti skynjað helgidóm hverrar byggingar fyrir sig. Það var í þessari ferð sem hún, leiðsögumaðurinn, sýndi okkur kort af leiðinni sem María og Jósep fóru með litla Jesúsbarnið á flótta sínum undan hermönnum Heródesar, sem hafði fyrirskipað morð á öllum ungum sveinbörnum í Betlehem og nágrenni.
Koptakirkjan sem við heimsóttum var undurfögur og leiðsögumaðurinn fræddi okkur um að hún væri ein af fjölda kirkna sem reistar hefðu verið á hinni helgu slóð Maríu og Jóseps með Jésúsbarnið. Hún sýndi okkur holu í gólfi kirkjunnar þar sem vaggan hefði verið falin. Hún sagði jafnframt að hin heilaga fjölskylda hefði dvalið þrjú ár í Egyptaland og margar sögur væru til um það ferðalag og um fólk sem aðstoðaði þau á flóttanum.
Mér fannst sagan merkileg og kannaðist ekki við að það hefði staðið neitt um þessa dvöl í minni Biblíu eða biblíusögum. Þar var einungis sagt frá því að þau hefðu flúið til Egyptalands.
Þarna í þessari fallegu kirkju varð mér hugsað til allra fjölskyldnanna sem í dag hrekjast frá heimilum sínum vegna Heródesa dagsins í dag. Óskaplega hefur heimurinn lítið breyst.
Eftirmáli
Heimkomin þegar ég fór að vinna úr áhrifum ferðarinnar, rakst ég á þetta ljóð eftir Snorra Hjartarson:
Ég heyrði þau nálgast
Ég heyrði þau nálgast
í húminu beið
á veginum rykgráum veginum
Hann gengur með hestinum
höndin kreppt
um tauminn gróin við taumin
Hún hlúir að barninu
horfir föl
fram á nóttina stjarnlausa nóttina.
Og ég sagði; þið eruð
þá enn sem fyrr
á veginum flóttamannsveginum
en hvar er nú friðland
hvar fáið þið leynzt
með von ykkar von okkar allra ?
Þau horfðu á mig þögul
og hurfu mér sýn
inn í nóttina myrkrið og nóttina
Myndin er af veggklæðningu í koptisku kirkjunni í Karó.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Biblían, Íslendingasögurnar og skrif Hádegismóra eru nú ekki hrein sagnfræði.
Þorsteinn Briem, 23.5.2019 kl. 13:55
Þrífst kristin kirkja best ef hún er ofsótt? Coptic Christian Night Mass in Egypt زيدوا المسيح تسبيح من ليلة الصلاة والرجوع إلى الله
Hörður Þormar, 24.5.2019 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.