Brúin á Drinu: Ivo Andric

A390BB60-6E2C-4704-AC2D-A30708946C0B

Í bók sinni, Með skör járntjaldsins, segir Jón B. Björnsson segir frá heimsókn sinni á  heimili Ivo Andric í Belgrad. Andric fæddist árið 1892 og lést 1975 en heimili hans hefur verið varðveitt sem safn.  Þessi stutta frásögn varð til þess ég ákvað að lesa einu bók sem hefur verið þýdd eftir hann á íslensku. Aðallega af forvitni um hvers vegna bókin hafði farið fram hjá mér þegar hún kom út 1963.  

Þetta er sérkennileg bók, það er eins og brú sé nokkurs konar sögumaður. Þessi brú var byggð 1577 við Visegrad í Bosníu á dögum Ottomanveldisins. Verkinu stýrði  Sinan, frægasti arkitekt og byggingameistari síns tíma. Bók er aldafarslýsing  sem hefst við byggingu brúarinnar og lýkur við lok fyrri heimstyrjaldar.

Í raun er bókin safn sögulegs fróðleiks í bland við sagnfræði.  Persónur og og atburðir eru sviðsettir. Persónur eru vel dregnar og frásagan oft dramatísk. Þannig öðlast fortíðin nálægð og mannkynssagan lifnar við.

Sumir atburðirnir eru átakanlegur og sumir hroðalegir. Þó er undirtónn sögunnar lágstemmdur.   Áhersla höfundar er á mannlífið sjálft. 

Höfundur lýsir hefðum og siðvenjum  ólíkra menningarhópa, kristinna, múhameðstrúar, gyðinga og sígauna. Oftast tekst þeim að  lifa saman  árekstralaust, en um leið og stjórnvöld blasa í herlúðra riðlast allt. Það er eins og stríðin komi að ofan. Ekki frá fólkinu.

Þessi saga minnir því á fljót eða á. Flesta daga fellur áin hljóðlát í farvegi sínum en svo koma í hana flóð, hún verður óútreiknanleg og eirir engu. 

Bókin kom út 1945 í heimalandi hans en hér kom hún út 1963.

Ivo Andric fékk Nóbelsverðlaun 1961 og þar með varð hann heimsfrægur. Séra Sveinn Víkingur hreifst af þessari bók og þýddi hana. Það kemur fram í formála, sem hann skrifar að hann hafi talið að bókin væri góð lesning fyrir okkur Íslendinga til að spegla okkur í. Einhvern veginn þannig orðar hann þetta. Þýðing hans byggir á danskri þýðingu. Mér finnst hún lipur.

En af hverju las ég ekki bókina á sínum tíma? Ég er ekki viss. Ég var enn í menntaskóla og smekkur minn hafði breyst, ég var hætt að vera alæta á bækur og farin að þróa með mér eitthvað sem ég hélt að væri bókmenntasmekkur. Ég hneigðist til ljóða. Reyndar er ég fegin að ég reyndi ekki að lesa þessa bók þá, ég hefði ekki skilið hana.

Í raun er saga þessarar gömlu fallegu brúar enn sorglegri í dag en hún var þegar hún kom út. Í Bosníu- stríðinu kom hún mjög við sögu. Hún var þá sem fyrr notuð til illra verka. Og af því ég er hálft í hvoru farin að skynja hana sem persónu, langar mig að segja að það var ekki henni að kenna, hún var þolandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187346

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband