14.8.2017 | 18:39
Þjóð meðal þjóða : Vegagerð
Hvenær ætla Íslendingar að verða eins og annað fólk og gera nauðsynlegar umbætur í vegamálum? Gera vegakerfið sambærilegt við það sem gerist hjá öðrum þjóðum. Þjóðum sem við berum okkur saman við? Hvernig getur staðið á því að við, þessi ríka þjóð, lítum ekki á það sem eðlilegan hlut að þjóðvegurinn sé með bundnu slitlagi og gengið þannig frá vegalögn, þar sem umferðin er mest, að sem minnst hætta sé á slysum þar sem umferð er mikil. Það þarf að breikka vegi til að koma í veg fyrir árekstra bíla sem koma sitt úr hvorri áttinni. Umferðaþungi hefur fyrir löngu náð því marki, að það er nauðsynlegt gera umbætur. Það myndu aðrar þjóðir gera.
En við Íslendingar höfum ekki efni á því. Segjum við. Það er nefnilega þannig með okkur að við höfu vanið okkur á að gera mikið úr sérstöðu okkar þegar okkur hentar, í öðrum tilfellum erum við eins og allir aðrir.
Ég held því fram að, þetta með að við höfum ekki efni á að gera umbætur sé hugsunarvilla, slíkt gerist ef maður er fastur í vanahugsunum sem eiga ekki lengur við. Þegar ég var að alast upp um miðbik síðustu aldar voru vegir víða einbreiðir. Þá var áherslan lögð á að stækka vegakerfið. Þá var umferðin einungis brot af því sem hún er nú. Stundum finns mér að ráðamenn séu enn staddir þarna.
Fyrir u.þ.b. 20 árum heimsótti ég Færeyinga, fór m.a. í skoðunarferð alla leið til Viðeyjar. Ég var uppmumin af því hve vegirnir voru góðir. Allt malbikað og göng, þar sem þeirra var þörf. Og það var víða. Þegar ég spurði hvernig þeir færu að þessu, var svarið:"Það var tekin sú ákvörðun um að við vildum halda öllum eyjunum í byggð."Svo einfalt var það.
Mér hefur oft síðan verið hugsað til Færeyinga þegar talið berst að vegamálum og byggðamálum. Einu sinnni voru djúp hjólför víða hindrun fyrir minni bíla, bíllinn tók niðri. Nú segi ég: Upp úr hjólförunum. Upp úr hjólförum hugans. Hættum að skilgreina okkur öðru vísi, þegar það á ekki við. Slys á útlendingum er ekki þeim að kenna, þau eru vegna þess að vegirnir eru ekki fólki bjóðandi. Ekki heldur Íslendingum.
Myndin er af pistlahöfundi við Múrinn. Hana tók Erling Ólafsson
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 189888
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við erum jú bara 330.000 manna þjóð í gríðarstóru landi þannig að það er skiljanlegt að slíkt taki tíma!
Svo vilja Íslendingar helst ekki borga neinn skatt þannig að erfitt er að fjármagna slíkt í fámennri og einkaneysluóðri þjóð!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 15.8.2017 kl. 10:52
Hingað kemur í ár 5-6 faldur fjöldi þjóðarinnar frá fjarlægum löndum til að njóta náttúrufegurðar.
Skilur þetta fólk ekki eftir eitthvað af fjármunum umfram það sem við fórnum fyrir "gestrisnina"?
Það er stórmerkileg uplifun að þegar einhver af þessu stjórnarliði opnar á sér þverrifuna þá básúnar hann góðæri og velsæld sem sé að sprengja alla alþjóðlega viðmiðunarskala......en síðan segja kvöldfréttir okkur frá lífshættulegum fjárskorti heilbrigðiskerfis og löggæslu, fyrir utan skelfilegt samgöngukerfi og uggvænlegar horfur í skólamálum vegna kennaraskorts sem stafi af lágum launum.
Árni Gunnarsson, 15.8.2017 kl. 16:30
Loksins jákvæður bloggari.Takk Bergþóra.
Hörður (IP-tala skráð) 20.8.2017 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.