Bölvaður ef þú gerir það, bölvaður ef þú gerir það ekki

image 

 

 

Það kannast sjálfsagt flestir við að hafa heyrt talað um sleifarlagið á götunum í borginni og því ætla ég ekki að fara nánar út í það hér. Ég ætla þess í stað að ræða um það sem borgin hefur gert í sambandi við göngu- og hjólastíga. Þótt enn sé þar langt í land, eiga þeir /þau sem stýra gatnaframkvæmdum þakkir skilið. Og þá sérstaklega fyrir stefnumörkun í þeim málum.

Reyndar þekki ég fólk sem bölsótast yfir þessu og finnst öll vinna við göngu- og hjólastíga vera á kostnað lagfæringa á götum og tala um gæluverkefni í því sambandi.

Mér finnst aftur á móti ekki nóg að gert, hjólreiðar hafa stóraukist og eiga eftir að aukast enn. Ég er sérstaklega með efasemdir um hugmyndir að það sé fullgott fyrir hjólafólk að hjóla á gangstéttum, sem mér finnst hvorki boðlegt fyrir það né gangandi vegfarendur.

Ég veit að gangandi fólk er oft hrætt og óöruggt gagnvart hjólafólki, sem ég skil vel. En mér sem hjóla meira en ég geng, finnst gangstéttirnar varasamar vegna þess að þær eru og oft í ömurlegu ástand og beinlínis hættulegar fyrir hjólaumferð. Það að auki er engin virðing borin fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og oft, því miður oftast, er gengið illa frá gangstéttum, þar sem þar sem unnið er að byggingaframkvæmdum. Auðvitað ættii að ganga frá því í útboðum ekki sé gengið á hlut þessa hóps og setja frá því sem skyldu gangstéttir séu í góðu lagi .

Líklega  hljómar þetta einsog nöldur en í hjólatúr mínum í dag á milli bæjarhluta, hugsaði ég samt hlýtt til þeirra sem lengt hafa hjólastíga. Þegar ég kom að framkvæmdasvæðinu við Klambratún, sem mikið hefur verið bölsótast yfir hugsaði ég. Bölvaður eru ef þú gerir það, bölvaður ertmef þú gerir það ekki. Þetta er klemman sem gatnagerðarmenn standa frami fyrir. Um leið og unnið er að umbótum, skapast vandræði. Og svo er aldrei hægt að gera öllum til hæfis.

En ég vona að við hættum að hugsa um bílafólk og hjólafólk sem andstæðinga. 

En mikið var hjólaveðrið gott í dag. Og dásamleg tilfinning fyrir mig, að vera aftur farin að hjóla, nýkomin úr aðgerð á mjöðm.

Myndin er frá framkvæmdum á Klambratúni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 186934

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband