Guð sé oss næstur: Arto Paasilinna

 

 250px-Kerimäki_churchGuð almáttugur er ekki bara farinn að þreytast, hann er gjörsamlega kulnaður í starfi og vill taka sér ársleyfi. Hann veit að það þarf að vanda valið á staðgengli og setur af stað vinnu við að leita að góðum Guði í sinn stað. Sankti Pétur  og Gabríel erkiengill taka að sér að finna staðgengil. Þeir búa til lista. En Guð er óþolinmóður og virðist bera litla virðingu fyrir faglegheitunum og tekur geðþóttaákvörðun um að velja finnskan kranamann til starfans. Síðan tekur við frásagan af því hvernig til tókst. 

Kranamaðurinn Pirjeri Ryymänen  er fullur bjartsýni og hefur ákveðnar hugmyndir um úrbætur. Margt er hreinlega gamaldags. Hann vill innleiða  nútímalegri vinnubrögð, tölvuvæða, forgangsraða verkefnum og gera kerfið skilvirkara. Auk þess flytur hann Himnaríki til Finnlands en það hafði verið í Búlgaríu.  

En ekki fer allt sem ætlað er, Skrattinn eyðileggur tölvukerfið, notar vírusa (Það kom mér ekki á óvart)og máltækið, það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, sannaðist á englunum. Hann stofnaði himnaríki fyrir dýrin.

Ég hef áður lesið nokkrar bækur eftir þennan galgopalega náunga og haft gaman af. En nú var eitthvað sem ekki gekk upp, mér fannst bókin ekki nógu fyndin og fannst illa farið með gott efni. Hélt í fyrstu að e.t.v.væri heilsuleysi mínu um að kenna. Verkir eru nefnilega ótrúlega húmorhamlandi.En svo las ég mér til og tók bókina í sátt.

Arto Paassilinna fékk alvarlega heilablæðingu 2009 og skrifar ekki meir. Það hafa komið út yfir 40 bækur. Þessi bók kom út 1989. Svona er húmor viðkvæmt fyrirbæri, það má engu muna.

Ég vildi óska að forlagið hefði verið nákvæmara varðandi útkomuár, það hefði sparað mér að endurspóla í huganum í gegnum alla bókina til að hlæja á réttum stöðum.

Sem biblíufróð áhugakona um andleg málefni, er ég vandlát og kröfuhörð varðandi leikaraskap með Biblíuna. Þetta var í lagi. Mér finnst rétt hjá Guði að banna Pirjeri Ryymänen  að fikta í sköpunarverkinu meðan hann tók sér frí. En ég sakna þess að heilög María fái ekki stærra hlutverk. Og ef ég á að vera alveg hreinskilin, fannst mér það nú í fyrsta skipti, skera í augun, hvað konur eru valdalitlar á himnum. En eiginlega hafði ég samt mest gaman að lesa um vinnuna með biðlistann. Hann minnir mig nefnilega á nokkuð alveg sérstakt.  

Myndin er af kirkjunni í Kerimäki.Þar er himnaríki bókarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bergþóra. Umhugsunarverður og skemmtilegur fróðleiks pistill, eins og oft áður hjá þér:) Enginn er víst fær um að feta í fótspor meistarans ofan og utan mengunarskýjastríðandi mammonafla jarðarinnar. Mesta lagi eru mannlegir færir um að taka leiðbeiningum frá allra góðra viskunnar víddum alheimsgeimsins. Milliliðalaust!

Guðirnir hafa líka gaman af gríni. Aristóteles. :)

M.b.kv.

anna sigríður guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2017 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 189048

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband