LÍTIÐ UNGT STÖFUNARBARN:Stafrófskver frá 1782

Stundum koma bækur bókstaflega til manns. Þegar ég fór á bókamarkaðinn í Perlunni á síðasta degi, hafði ég tekið þá ákvörðun með sjálfri mér að stilla bókakaupum mínum í hóf. Eiginlega vantar mig ekki bækur, miklu frekar tíma til að lesa þær, því nú fer ævina að styttast í annan endann. Ég greip þó nokkrar ljóðabækur, þær eru oftast fljótlesnar. Annað ekki. En allt í einu var eins og ein bókin í hillunni talaði við mig einslega og hún sannfærði mig, áður en ég tók hana upp, að hún væri fyrir mig. Þetta var endurútgáfa af stafrófskveri frá 1782 eftir Gunnar Pálsson í Hjarðarholti (hann var bróðir Bjarna Pálssonar landlæknis). Þetta litla kver er svo endurútgefið 1982 af Iðunni í samvinnu við Landsbókasafn Íslands í 600 eintökum.

Gunnar Sveinsson skrifar formála fyrir að kverinu. Þetta er dásamleg lesning. Hann segir frá höfundi verksins og þessum erfiðu tímum þegar hann lifði. Hann var prestur, mikill lærdómsmaður og skólamaður en þó sér í lagi góður kennari.  Gunnar Pálsson var góður að kenna börnum og var stoltur af því. Hann hafði lengi notað sínar aðferðir og búið til eigið efni til að kenna börnum að lesa en að lokum safnaði hann þessu saman og úr varð þetta einkar fallegt kver sem prentað var í Hrappsey. Þetta kver markaði tímamót í lestrarkennslu því þar kemur fram sérstakur skilningur á því sem í dag væru kallað lestrarfræði.

En þótt séra Gunnar Pálsson væri vel menntaður, fræðimaður og góður kennari átti hann í stöðugu basli með eigin fjármál og var að lokum settur af vegna skulda við kirkjuna. Það má ekki gleyma því að þetta voru erfiðir tímar, hörmungartímar.

Það er merkilegt að lesa og handleika þessa gersemi og ég er mest hissa á að hún skuli ekki löngu vera uppseld. Ég keypti hana á síðasta degi bókamarkaðarins án þess á þekkja til hennar. Nú sé ég eftir að hafa ekki keypt öll eintökin.

Endurútgefið Lítið ungt stöfunarbarn er falleg bók og það er gaman að handleika hana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 189003

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband