Var að ljúka við bók Kristínar Eiríksdóttur og það reyndi á mig. Ég vissi dálítið um bókina fyrir fram af því ég hafði hlustað á Kristínu lesa upp úr henni og svo hafði ég hlustað á tal fólks um bókina. Ég klæddi mig því í tilfinningabrynju og potaðist í gegn um hana. Ég er viðkvæm sál en ég kann að verja mig.
En hvað er það sem á svona erfitt og hvers vegna er ég þá að lesa það? Tvær spurningar.
Sú fyrri. Það sem er erfitt er að mæta öllu þessu fólki sem á svo bágt, er svo óhamingjusamt og þjáist með því. Fólkið hennar Kristínar er varnarlaust og maður horfir upp á það eyðileggja líf sitt og annarra. Líf persónanna er svo ljótt og ógeðslegt en samt hef ég mikla samúð með þeim.
Síðari spurningin. Ég les þessa bók af því ég hef trú á Kristínu og af því henni tekst að lýsa veruleika sem ég þekki ekki á þann hátt að ég trúi honum. Ég trúi meira að segja lygalaupnum Jennu (aðalpersónunni) og er full hneykslunar og vorkunnar.
Hvítfeld er fjölskyldusaga, fjölskylduharmleikur. Það birtist stöðugt nýtt og nýtt sjónarhorn, í brennidepli er ógnin sem stafar af lyginni. Ég verð hér að gera þá játningu að mér finnst almennt allt of illa talað um fjölskylduna sem stofnun eða hvernig sem við viljum nú skilgreina hana. Það hafa margir gert á undan Kristínu, Ibsen, Strindberg, Osborne, svo dæmi séu tekin.
Í bókinni Öreigarnir frá Lodz (eftir Steve Sem-Sandberg) er Rabíinn látinn segja:Lygin á sér enga byrjun. Lygin er eins og rót sem greinist til hins óendanlega niður á við. Maður fylgir þráðunum niður á við en finnur aldrei eitt einasta augnablik sannfæringar eða skýrleika, einungis óbærilega örvæntingu og uppgjöf. Lygin byrjar alltaf á afneitun. Í þeirri bók er verið að tala um áhrif lyginnar á samfélag, bók Kristínar áhrif fjölskyldur. Skyldi vera svo mikill munur?
Það er mikill kraftur í þessari bók en ef ég á að setja eitthvað út á hana er það að mér fannst höfundur hefði mátt flétta alla þræði enn betur saman í bókarlok.
Ég held að þetta sé bók fyrir ungt fólk.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 10
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 189006
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.