Hvers á landsbyggðin að gjalda?

95EE0136-13F9-4EF2-83D7-A336982BA4C1

Af hreinni tilviljun var ég nýlega búin að skoða manntalið frá 1703 þegar ég heyrði í fréttunum skýrt frá því að ríkisstjórnin hefði fyrirvaralaust kippt að sér höndunum við að greiða sveitarfélögum framlag úr Jöfnunarsjóði. Þetta framlag hefur m.a. verið nýtt til að styðja sveitarfélög í að sjá til þess að ýmis þjónusta við fólk, sem stendur höllum fæti í samfélaginu, sé sambærileg og sú þjónusta sem býðst í þéttbýli.

Ég hrökk við og hugsaði ósjálfrátt „hvers á landbyggðin að gjalda“.

Er ekki hægt að hugsa þetta reiknisdæmið  í sögulegu ljósi.Í okkar litla og fyrrum fátæka landi hefur skipulega verið unnið að því að byggja upp samfélag. Smátt og smátt hefur þetta þokast áfram og nú erum við sjálfstæð og rík og auðvitað byggir þessi uppbygging á framlagi þegnanna. Og einhverra hluta vegna hefur þjónustan ævinlega  komið fyrst á þéttbýlli staði. En hvernig urðu þessir peningar til, hvaða hendur öfluðu þeirra?

Mér segir svo hugur um að landsbyggðin hafi borgað sitt. Enda var landsbyggðarfólk  hlutfallslega fleira þá en nú.

   Manntalið á Íslandi 1703.

Mannfjöldi: 50.358

    • Karlar: 22.867
    • Konur: 27.491
  • Sunnlendingafjórðungur: 15.564
  • Vestfirðingafjórðungur: 17.831
  • Norðlendingafjórðungur: 11.777
  • Austfirðingafjórðungur: 5.186

Þetta er kannski farið fulllangt aftur í tímann. En saga er ekki bara í bókum hún er líka geymd í minni fólks sem hefur lifað tvenna og þrenna tíma.  Ég man t.d. eftir því að um það var talað að Stöðfirðingar legðu hlutfallslega mest til þjóðarbúsins, en nú er þannig komið fyrir þeirri byggð að Landbanki Íslands hefur ekki einu sinni efni á því að halda þar úti hraðbanka.

Þegar ég var barn var mér sagt frá því að Eysteinn Jónsson hefði daglega hlustað á fréttir af aflatölum og nóterað hjá sér hvað þær þýddu fyrir þjóðarbúið  í fjárlagagerðinni.

Ég held að þessi þjóð sé á villigötum eða að minnsta kosti þeir sem eiga að leiða hana.

Myndin er af þeim Jóni og Ingubjörgu af póstkorti frá 1913.  


Bloggfærslur 16. mars 2019

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 190998

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband