Brotamynd

00993209-7CE2-49C0-9F82-299A8FBCF76A

Brotamynd
Stundum tekur fræðimaðurinn Ármann Jakobsson sig til og semur „venjulegar“ bækur. Ég hef lesið Vonarstræti, Glæsi og Síðasti galdrameistarinn, sem er barnabók. Þessar bækur eru hver með sínu móti svo það er í raun erfitt að festa fingur á hvers konar höfundur Ármann Jakobsson er. Það hefði því ekki átt að koma mér á óvart að sagan Brotamynd væri sérstök bók. Ég held að ég hafi verið að vona að hún líktist Vonarstræti.
Ung blaðakona, fær það verkefni að skrifa bók um hina róttæku Herdísi Pálsdóttur sem hefur verið brautryðjandi á mörgum sviðum og er nú látin. Það sem virðist hafa kveikt hugmynd ritstjórans sem úthlutaði blaðakonunni ungu verkefninu að skrifa ævisöguna, er það undarlega uppátæki Herdísar er að hún arfleiðir vandalausan bandarískan ungling. Þetta vakti forvitni, því enginn vissi hvernig þau tengdust.
Blaðakonan sem er menntuð í þjóðfræði, tekur verkið að sér og hefst handa við að taka viðtöl við fólk sem þekkti Herdísi vel.
Og ég sem kunni svo vel við Vonarstræti bíð spennt eftir ævisögunni sem svarar ekki bara spurningunni um arfinn, heldur færi mér heillega mynd af þessari merkilegu konu.
Ég varð fyrir vonbrigðum, í hverju viðtali sem blaðakonan tekur, birtist ný kona. Og blaðakonan sem tekur að sér þetta gæluverkefni ritstjórans, er full efasemda. Hana langar til að skilja þessa konu, sjá heiminn með hennar augum og finna hvernig henni leið,vera hún, þó það væri bara andartak.
Smám saman geri ég mér grein fyrir að þetta er alls ekki ævisaga, þetta er saga um að skrifa slíka sögu. Blaðakonan og viðmælendur hennar eru ekki síður söguefni og e.t.v. forsenda þessa að skilja það sem þau hafa að segja. Blaðakonan efast margoft um að það sé yfirleitt hægt.
Loks var ég komin þangað í lestrinum að ég hafði ekki síður áhuga á þessari ungu konu, sem var frökk á yfirborðinu og tjáði sig á twitter (sem ég kann ekki) en undirniðri var hún óörugg og sjálfsmyndin í molum.
Hún er einhver konar táknmynd nútímakonu, sem er búin að sigra karlmennina og heiminn en stendur á berangri, þar sem ekkert skjól er í sjónmáli. Mig langar mikið til að henni lukkist með verkefnið, því það myndi styrkja hana, minnka óöryggið. Kannski getur hún þá hætt að láta ömmu sína fara í taugarnar á sér. En amman er líklega eina manneskjan sem elskar hana í raun. Mér finnst amman líka áhugaverð og finnst eins og ég kannist við hana. Aftur á móti hef ég hina mestu skömm á ritstjóranum og vona að hún losi sig sem fyrst við hann út úr lífi sínu.
Þetta eru sem sagt margar sögur og lesandinn situr uppi með að hafa látið plata sig. Eða sættir sig við að hafa fengið verðuga lexíu, áminningu um að það er ógjörningur að íklæðast hugsunum annarra. Hvað þá tilfinningum.
Síðasti kaflinn gefur mér þó von. Mér finnst sem blaðakonan sé í þann veginn að ná utan um verkefni sitt. Í þessum kafla er hún allt í einu hætt að vera miðpunktur. Í staðinn er sagt frá gamalli konu sem tekur strætó í Mjóddinni. Hún er komin á þann aldur að það tekur enginn eftir henni.

Lokaorð og líklega aukaatriði

Umræða um kynlíf í bókinni fór í taugarnar á mér. Það var opið og um leið yfirborðslegt. Það er sjálfsagt engin tilviljun að það er á þann veg, það er dæmigert fyrir yfirborðslegt líf ungu konunnar sem lengst af er í forgrunni. Ég þoli klám ömmunnar betur, hún minnir mig á ónefndar frænkur mínar. Reyndar snerti þetta mig svo lítið að þetta hefðu alveg eins verið lýsingar á krossfit. 


Bloggfærslur 28. febrúar 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband