Föðurlandsstríðiðið mikla: Ótrúlega góð bók

C928477B-1C12-464F-9FC2-1C683690FE32

Föðurlandsstríðið mikla og María Mitrofanova eftir G. Jökul Gíslason er ótrúlega góð bók. Ég ætla í þessum stutta pistli að gera grein fyrir því af hverju mér finnst hún góð. Ég valdi bókina eftir að hafa hlustað á viðtal við höfundinn, þar sem hann rakti aðdraganda þess að hann ákvað að skrifa hana. Sá aðdragandi er langur. 

Sem lítill drengur hafði hann heillast af því að leika sér með dót sem einu sinni var kallað tindátar en er trúlega núna úr plasti, ég þekki ekki þennan heim. Þá geta börn, aðallega drengir (held ég) stillt upp heilu orustunum og barist. Þannig fá þeir betri innsýn í það sem gerðist. Þetta er sama hugmyndin og liggur að baki prjónaverkefninu mínu að prjóna allar  helstu persónur Sturlungu en það er seinlegt. Höfundur hefur aldrei hætt að leika sér en notar “leikinn” núna til að rannsaka það sem gerðist og skilja betur gang styrjaldarinnar. 

Fyrri hluti titils bókarinnar vísar til þess, að í Rússlandi er síðari heimstyrjöldin kölluð Föðurlandsstríðið mikla en síðari hluti titilsins vísar til Maríu Mitrofanovu, sem var hermaður í síðari heimstyrjöldinni en býr nú á Íslandi. Jökull kynntist þessari konu af tilviljun, hún sagði honum sögu sína en Jökull fékk leyfi til að nota sögu hennar og flétta hana inn í frásögnina. 

Þetta er ekki fyrsta bókin sem ég les um þessa styrjöld. Ég hef m.a. lesið bók Svetlönu Alexievich Nóbelsverðlaunahafa (2015) Stríð hefur enga kvenlega ásjónu. Sú bók byggir á viðtölum Svetlönu við fjölda kvenna sem börðust og fóru flestar kornungar í stríðið, eins og María. Þótt þessar bækur séu ólíkar stemmir frásögn Jökuls vel við bók Svetlönu. Jökull er með herfræðina á hreinu og notar hana til að skilja gang styrjaldarinnar. Hann er ekki lengur barn, hann rannsakar. Hann lýsir herbúnaði, nefnir hershöfðingja og gangi einstakra orrusta. Hann segir líka frá mannfalli, sulti og stríðsglæpum. Konurnar sem Svetlana talar við tala meira um tilfinningar og líðan. Hvernig það er að hafa ekki sokka eða leppa í stígvélunum, hvernig er að horfa á vini sína deyja og af hverju þær þola ekki rauða litinn, lit blóðsins. 

En Jölull er ekki bara góður að lýsa gangi styrjaldarinnar, hann er einkar góður í að kryfja pólitískt ástand, sem leiddi til stríðsins og afleiðingum styrjaldar sem ekki sér fyrir endann á. 

Bókin er vel uppbyggð, í raun er hún eins og kennslubók með tímaás og skýringamyndum. Það sem skiptir þó mestu máli, er tónninn. Bókin er manneskjuleg og hlý.

Þessi bók er snilld. 

 


Bloggfærslur 15. desember 2017

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 187209

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband