Rattenkinder; B.C. Schiller: Ein leið til að læra tungumál þó seint sé

IMG_0672Rattenkinder

Ég er ekki bara að lesa Karl Ove Knausgård, til hliðar við þann lestur, vinn ég að því að bæta menntaskólaþýskuna mína með því að hlusta á hljóðbækur á þýsku. Ég les krimma. Í þetta skiptið vað bókin Rattenkinder fyrir valinu. Hún er eftir austurríska rithöfundaparið B.C. Schiller. Þetta er ekki fyrsta bókin sem ég  les eftir þau, svo ég veit að hverju ég geng. Þar á undan las ég Toten ist ganz einfach og Totes Sommermädchen. Í öllum þessum bókum er rannsóknarmaðurinn Tony Braun í  Linz í aðalhlutverki.

Ég ætla hér að segja aðeins frá bókinni um rottubörnin, þó án þess að segja of mikið og eyðileggja þar með spennuna fyrir þeim vilja lesa.

Bókin hefst á því að segja frá dularfullum dauðsföllum sem tengjast á einhvern hátt sjúklingi, Viktor Maly, sem er í meðhöndlun á geðsjúkrahúsi, lokaðri deild. Hann hefur misst minnið. Það vaknar grunur um raðmorð, fórnarlömbin eru konur, morðinginn skilur eftir  rottuhauskúpu hjá líkunum. Fljótlega kemur í ljós að morðin tengjast Romafólki (sígaunum). Börn hafa horfið.

Sagan er blóðug og full af ofbeldi. Það var erfiðast fyrir mig er að Tony Braun er að alltaf,  þegar á reynir,  að gaufast einn, sem hann á auðvitað ekki að gera, og lendir í lífshættu. Sama gerir samstarfskona hans Franka og má heppin heita að sleppa lifandi.

Nú er ég kannski búin að segja of mikið. Þar sem ég er óvön að hlusta á þýsku, þarf ég að hafa mig alla við að ná samhengi. Mér fannst erfiðast að fylgja þræði þegar mest gekk á. Það var auðvitað bagalegt en eftir að haf spólað nokkrum sinnum til baka, náði ég söguþræðinum. Eða það held ég.

Ég á í erfiðleikum með að meta bækur B. C.  Schiller af því að ég þarf svo mikið að hafa fyrir því að skilja tungumálið. Reyndar eykur óvissan um hvort rétt sé skilið enn á spennuna. En þetta er óneitanlega spennandi lesning.

Það er líka spennandi að velja nýja bók á þýsku en nóg er úrvalið.

En hefur mér farið fram? Það held ég og ef ekki þá kemur þetta á endanum.

Og svo held ég náttúrlega áfram með Knausgård vin minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 187197

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband