Er eitthvað að marka fréttir?


IMG_0696

Ég fæ svo miklar fréttir af því sem er að gerast í Venesúela. Daglega hlusta ég á fréttir þaðan um óheillavænlega þróun mála. Það fer eitthvað voðalegt að fara að aðsigi, hugsa ég. Voðalegt fyrir hverja, hugsa ég áfram?

Reyndar er ástandinu lýst þannig, að það sé  nú þegar hræðilegt.Það þarf að binda endi á þettaer sagt. En hvað?

Það er erfitt að fylgjast með málum í fjarlægum löndum, þar sem maður þekkir lítið sem ekkert til. Fréttir verða að mötun, því maður er ófær um að meta hvað er satt eða ósatt. Ófær um að skilja, hvað þá að taka afstöðu. 

Undanfarna daga hef ég verið að lesa (hlusta á) bók eftir Manuel Scorza (f. 1928 d. 1983), Þorp á heljarþröm. Þessi bóki kom út á spænsku 1971, en hér kom hún út 1980. Hún er þýdd af Ingibjörgu Haraldsdóttur og það er einnig Ingibjörg sem les bókina fyrir Hljóðbókasafnið. Með sinni mjúku þíðu rödd. 

Bókin gerist í Perú og er um þorp á heljarþröm. Það liggur eitthvað voðalegt loftinu. Ástandið er slæmt en það versnar enn, þegar landeigendur þrengja að bændum, meðal annars í fjallaþorpinu Rancas, með því að taka frá þeim landið.  Víðfeðm landsvæði eru girt af með gaddavír, bústofninn sveltur. Dýrin hrynja niður.

Þessi saga gerist í Perú, ekki í Venesúela . Höfundur bókarinnar er Manuel Scorza er ekki bara rithöfundur, hann tók einnig virkan þátt í stjórnmálum. Það er ekki óvenjulegt að svo sé um suðurameríska rithöfunda. 

Ég veit jafn lítið um Perú og ég veit um Veneesúela, en ég hneigist til að trúa skáldum betur en fréttamönnum. Skáld kafa dýpra, fljúga hærra. Get ekki að þessu gert. Þannig er það bara. En mig langar til að trúa.

Í formála bókarinnar er segir höfundur, að hún byggi ekki bara á staðreyndum, heldur sé hún um það sem raunverulega gerðist. Í inngangi segir jafnframt að þat sé  einungis breytt einstaka nafni til að  vernda saklaust fólk frá réttvísinni.  

Þegar ég les mér til í fljótheitum um þessi tvö lönd, Venesúela og Perú, sé ég að þau eiga margt sameiginlegt. Þau eru t.d. rík af auðlindum þótt stór hluti fólksins lifi í sárri fátækt.

Er það það sem nú er að gerast  í Venesúela fyrst og fremst vegna óstjóþetta rnar,eða er þetta vísvitandi harðstjórn? Hvað gengur þeim til? Snýst þetta um persónur þeirra sem fara með völd?

Ég get ekki áttað mig á því í þótt ég hlusti samviskusamlega á fréttir hvern einasta dag. Ég tortryggi þessar fréttir, þær eru grunnar. Ekki bætir, að stöðugt er vitnað í yfirlýsingar frá Bandaríkjunum. Eiga þeir að ráða þessu?

En svo ég snúi mér aftur að Þorpi á  heljarþröm. Þar er því lýst hvernig fólk hugsar þegar óréttlætið verður svo mikið að boðorðin fara á hvolf, a.m.k. það 8. Þú skalt ekki stela verður, láttu ekki ræna þig eða steldu. Er það eitthvað svona lagað sem er að gerast í  Venesúela?

Ég er ekki búin með bókina um Rancas, þorpið á heljarþröm,sem er hvergi til nema á kortum hershöfðingjanna sem eyddu því. Það er heldur ekki komin nein niðurstaða í hvað verður í Venesúela. En ég vona það sem gerist verði í anda réttlætis.

Ég vona líka að ég hætti að tortryggja fréttamenn og treysti þeim í staðinn til að flytja mér fréttir sem ég bæði skil og trúi.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 186934

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband