Min kamp: Barátta mín Karl Ove Knausgård

IMG_0576 

Barátta mín Min Kamp

Hvað ætla ég að eyða miklu af því sem eftir er af lífi mínu með Karl Ove Knausgård? Er nema von að ég velti þessu fyrir mér, því lífið styttist hratt. Ef ég nota bjartsýnistölfræði á ég svona 10 ár eftir ólifuð. Ég hef verið að lesa (hlusta á) Min kamp, barátta mín. Er u.þ.b. hálfnuð með bók 2 af 6. Hún tekur 20 klukkustundir og 35 mínútur í afspilun. Ef ég hlusta á þær allar tekur þetta mig nokkrar vikur. Ég sé ekki eftir tímanum, heldur því, að ég les ekki annað á meðan. Og það er svo mikið til af  góðum bókum og mig langar að lesa þær allar.

Kannski væri nær að snúa spurningunni við og spyrja: Hvað ætlar Karl Ove Knausgård að gefa mér mikið af sínu lífi?

Fordómar

Ég hélt að bókin væri allt öðru vísi. Ég hélt að hún væri grimm. Um ungan mann segir frá uppvexti sínum, kenndi öðrum um það sem miður fór. Ég hélt að hann væri harkalegur í uppgjöri sínu við samtímamenn sína. Grófur og stóryrtur. Mig langaði ekkert til að lesa þessa bók þótt hún væri margverðlaunuð. Þessi mynd varð til við að hlusta álengdar á umfjöllun um bókina. Ég kynnti mér þetta ekki nánar.

Opinn hugur

Reyndin er allt önnur. Bókin er mjúk og lágstemmd eins og lækur sem fellur í lygnum straumi í mýrlendi. Engar flúðir, engir fossar. Þegar sagt er frá átökum í lífi höfundar, koma hyljir í stað flúða. Stundum er rétt svo að ég heyri í honum.

Bókin er afbragðsvel lesin af Anders Ribu, mér finnst ég heyri rödd Knausgård á bak við röddina hans. Á netinu fræðist ég um að Ribu sé eftirsóttur lesari. Bækurnar barátta mín komu út í Noregi á árunum 2009 til 2011 og hafa nú verið þýddar á fjölda tungumála. Mér finnst það vera forrétti að geta notið hennar á norsku.

En um hvað er bókin?

 Rithöfundurinn rekur ævi sína frá því að hann er lítill hnokki í Trömöya. Hann segir frá því sem gerðist eins og hann sé sjálfur að reyna að átta sig á því. Frásögnin er ekki í sagnfræðilegri tímaröð, hún liðast fram og til baka í tíma, eitt kallar á annað. Það er þó engan veginn erfitt að raða henni saman í heillega mynd. Af hverju þarf allt að vera í tímaröð? Mikið  af því sem bókin fjallar um er hvort sem er tímalaust, hugsanir, tilfinningar og líðan. Lífsspeki? Ég sé Knausgård fyrir mér, þennan stóra mann, hann er ofurviðkvæmur og er stöðugt að verja sig fyrir  áreitni lífsins. Ég hef áhyggjur af honum, hann reykir of mikið og dettur í það. Þegar hann verður ástfanginn, hellist ástin yfir hann og er óviðráðanleg. Reyndar held ég að þannig sé það með ástina yfirleitt. Það gleður mig að það kemur fram að hann les mikið, hann gleypir í sig bækur. Kannski hefur hann lesið Sigrid Undset.  

Ég er líka svolítið óróleg yfir því hvernig saga hans snertir aðra. Hvernig kemur þetta við hans nánustu. Og Noregur er lítið land, kannski þekkja ekki allir alla, en elítan er ekki stór.

Í augnablikinu er  Karl Ove kominn með fastan sess í lífi mínu og sambúðin er góð.

Myndin er af blómi og er aðeins til skrauts


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband