Hversu arðbært er krabbamein?

IMG_0463 

Í gamla daga, fyrir mitt minni, tíðkaðist að bændur sendu vinnumenn sína á vertíð. Þeir voru þá ráðnir upp á hlut eins og enn tíðkast, en bóndinn hirti hlut þeirra eftir hverja vertíð. Þetta var hluti af hagkerfi þess tíma.

Ég fór að velta þessu fyrir mér þegar ég hlustaði á forsætisráðherra ræða um hversu sjálfsagt það væri að einkafyrirtæki rækju heilbrigðisstofnanir og innheimtu arð.

Hversu sjálfsagt er það?

Hjá okkur hefur það tíðkast að Heilbrigðisstofnanir eru reknar af ríki fyrir almannafé og hingað til hefur ekki verið afgangur af því fé sem er til þess ætlað.

Ég fór því að hugsa um hugtakið. Í mínum huga er arður=gróði=virðisauki=gildisauki allt eitt og hið sama. Til að glöggva mig á skilgreiningunni kíkti ég eftir hvað google segir um þetta. Útkoman var þessi:

1

fá eigendur framleiðsluauðsins meira gildi upp úr starfsemi verkalýðsins en það, sem þeir gefa fyrir vinnuafl hans. Þannig myndast gildis- eða verðmætisauki, sem legst við framleiðsluauðinn.

gildisauki

Réttur   1931, 110
Aldur: 20f

2

gildisauki: sú verðmætasköpun vinnuseljanda í framleiðsluferlinu sem honum er ekki greidd í kaupgjaldinu.

gildisauki

BBSigFrjáls   , 245
Aldur: 20s

3

Þar sem verkamenn framleiða meira en þeir fá greitt í laun hefur sá ,,gildisauki``, sem þeir hafa framleitt, lent í vasa eiganda framleiðslutækjanna.

gildisauki

WorslFél   , 284
Aldur: 20s

 

Ekki nennti ég þó að eltast frekar við það en tilfinning mín segir mér að það sé eitthvað stórlega bogið við að ríkið afhendi einkaaðilum afmarkaða þætti heilbrigðisþjónustu til að græða á og sitji svo sjálft eftir með þann hlut ábyrgðinni

sem tap er á.

Reyndar finnst  mér eina rétta leiðin vera sú, að  við sjálf, ríkið fyrir hönd almennings í landinu, reki spítalana  og fái til þess þann pening sem þarf.

Ég hef sjálf oftar en ég vil , notið þessarar þjónustu, á henni líf að launa. Ég hef heyrt því fleygt að brjóstnám sé ein af þeim læknisaðgerðum sem boðið sé upp á  að kaupa á hinum frjálsa markaði. Af því er komin titill þessa pistils.

En hvað merkir hinn frjálsi í þessu öllu saman? Eru ekki greiðslurnar meira og minna komnar frá ríkinu, þ.e. okkur. Mér og þér?

Mér finnst ömurlegt hvernig reynt er að rugla fólk í ríminu varðandi einkavæðingu Heilbrigðiskerfisins. Nú stefnir t.d. í að menntað starfsfólk kjósi að ráða sig frekar til einkaaðila,  þeir borga betur. En af hverju borga þeir betur? Hver skaffar þeim fé?   Mér þykir líklegt að meiri hluti af tekjum þeirra komi beint frá ríki. Ef arður verður af, sýnist mér að ríkið hafi greitt um of. Væri ekki nær að okkar ábyrgu ríkisstofnanir fengju aukningu til að geta betur innt af hend sín mýmörgu verkefni?

Það er erfitt að henda reiður á því, hvað þarna er að gerast, það er pukur í gangi. Allt er þetta til komið vegna nýrrar trúarsetningar sem hljóðar upp á það að einkavæðing sé góð í sjálfu sér. Hallelulúja.

Mín skoðun er sú að það séu til margvísleg starfsemi sem ekki á að reka til að skila fjárhagslegum  arði. Það sem slíkar stofnanir gera fyrir fólkið er arður í sjálfu sér. Heilbrigðisstofnanir lækna og líkna, skólar skila til okkar menntuðum og siðuðum einstaklingum. Samgöngukerfið byggir brýr og vegi, Ríkisútvarpið nærir andann og sér okkur fyrir vönduðum fréttaflutningi. Það mætti telja upp enn fleiri stofnanir.  Ég ætla ekki hér að tjá mig um fangelsin, því ég veit ekki hvort þau eru á réttri leið.

Látum ekki blekkjast af fagurgala þessarar nýju trúarsetningar. Það vekur athygli mína að engin list hefur verið samin þeim til dýrðar.

En aftur að til vinnumannsins sem bóndinn sendi á vertíð. Getum við dregið einhvern lærdóm af því?

Kannski ekki. Nú eru stórvirkar starfsmannaleigur sem annast slíkt og eru stórtækar. Nú er það íslenskur verkalýður sem er gert að afhenda laun sín í gegn um skatta. Það er gott. En það er ótækt að stjórnmálamenn taki sér bessaleyfi og braski með þetta eins og um eigið fé sé að ræða.

Myndin er ljósmynd af listaverki albanska listamannsins Samir Strati. Hún tengist ekki hugleiðingum mínum beint en kom óvænt upp í hendurnar á mér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bergþóra. Ég er sammála þér um að það er rangt að einkaaðilar hagnist á heilbrigðisþjónustu, sem almenningur greiðir í gegnum Sjúkratryggingar Íslands.

Núverandi forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, var áður forstjóri Tryggingarstofnunar Ríkisins. Og frá Tryggingarstofnun Ríkisins hafa mörg tryggingasvikin brotið niður sjúka og varnarlausa einstaklinga. Án ábyrgðar eða eftirmála hefur það kerfi skilið fjölmarga eftir enn sjúkari, svikna og gjaldþrota vegna vanrækslu og kæruferlaþæfingstafa mánuðum saman. 

Siðferðisvitund embættisyfirvalda viðskiptaveldisins á Íslandi er ekki á því stigi í dag, að það sé með nokkru móti forsvaranlegt að leyfa svona misvandaðra manna eftirlitslausa einkavina líffærabrask, með siðlausa virðisaukagræðgina og læknisfræðilegar blekkingar að leiðarljósi.

Því miður hafa yfirstjórnendur heilbrigðis og tryggingastofnana og eftirlitsstofnana þessa lands ekki verið trausts verðar. 

Ef þetta allt eru ekki nægar ástæður til að stöðva hugleiðingar og pukurplön siðblindra valdamanna um hagnaðardrifna heilbrigðisþjónustu frá sjúkrasjóði almennings, þá er stjórnsýslu þessa lands ekki viðbjargandi. Sjúkratryggingar Íslands eiga að vera sjúkrasjóður sjúklinga, en ekki takmarkalaus ofurgæði launasjóður hagnaðargráðugra lækna í viðskiptabraski.

Almenna valdalausa starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu er ekki öfundsvert af sinni varnarlausu stöðu, í þessu "snillinga"forstjóranna mölbrotna kerfi út um allt samfélagið. Versta dæmið sem hefur verið opinberað, var þegar átti að kenna hjúkrunarfræðingi um alvarlegan glæp, þegar álagið hafði verið ómanneskjulegt af völdum læknayfirstjórum þessa lands. Það var, og er enn, óverjandi svartur blettur og alvarleg skömm yfirlækna embættiskerfisins óábyrga á Íslandi!

Það verður að opna allt bókhald um heilbrigðisbraskið, og endurskoðendanna ábyrgð á Íslandi. Það er á ábyrgð almennings með tjáningarfrelsi að gagnrýna og stöðva það sem ekki er forsvaranlegt. Ef fólk hefur ekki tjáningarfrelsi vegna hótana valdamanna, þá er það fólk í valdaníðinganna fangelsi. Ráðuneyti fjármála hefur t.d. heldur betur kusk á hvítflibba, þó sumir haldi að það kusk sé ósýnilegt.

Sá sem ekki hefur tjáningarfrelsi án þess að eiga á hættu mannorðsmorð, atvinnumissi, eignamissi og fl. enn hræðilegra, hefur verið beittur óverjandi kúgunarglæp. Það eru til alþjóðasamningar sem krefjast siðmenntaðra manna hegðunar og stjórnsýslu, sem væri kannski tímabært að dusta rykið af og fara eftir.

Eða á kannski líka að einkavæða Sjúkratryggingar Íslands?

Siðblindum embættisvaldastjórum dettur víst hið ólíklegasta í hug, og eru ekki færir um að hafa vald né bera ábyrgð á almennings velferð og landsins stjórnsýslumálum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2017 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 187199

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband