Kristín Lafranzdóttir: Sigrid Undset: Húsfrúin

IMG_0489

Kristín Lafranzdóttir: Húsfrúin

Í fyrstu bókinni um Kristínu Lafranzdóttur Kransinum, var sagt frá óstýrilátu ástalífi hennar og Erlendar Nikulássonar, sem seinna varđ mađur hennar. Í ţessari bók, Húsfrúnni, segir frá samlífi ţeirra hjóna eftir ađ ţau voru komin í vígđa sambúđ. Í dag myndi mađur segja ađ hjónabandiđ hafi ekki  stađist vćntingar. Kristín var óhamingjusöm, ţótt hún elskađi mann sinn stađfastlega.

Ţađ var í mörgu ađ snúast á nýja heimilinu, Húsabć. Kristín elur manni sínum 7 drengi og er stjúpmóđir tveggja frillubara hans. Hún kemur skikki á heimilishaldiđ, sem hafđi veriđ í argasta ólestri. Ţađ eru miklar sviptingar í tilfinningalífi Kristínar og hún hefur mikinn trúarhita. Hinn glćsilegi Erlendur er ónćrgćtinn og stundum hrottalegur. Í dag myndi mađur nota međvirkni til ađ lýsa viđbrögđum Kristínar, en međ ţví ađ tala svo, er ég líklega ađ svíkja söguna, ţví ţá fer ég út fyrir dramatískan ramma hennar. Kristín grćtur mikiđ.

En bókin er ekki fyrst og fremst um heimilislífiđ á Húsabć. Í henni eru rakin pólitísk átök ţessa tíma. Og ţetta eru ekki nein óljós átök í útjađri sögunnar, heldur sviptingar sem skipta sköpum um um líf fjölskyldunnar og örlög konungdćmisins Noregs. Erlendur Nikulásson tengist, eđa er í forsvari fyrir samsćri, hann vill steypa kónginum,  sem er yfirbođari hans og frćndi.

Ţađ sem gerir bćkurnar um Kristínu Lafranzdóttur heillandi lesningu er ađ höfundur dregur upp mynd af lífsháttum ţessa tíma. Hún lýsir öllu, mjög nákvćmlega. Segir frá   matarvenjum, klćđnađi, húsakynnum og trúarlífi, sem mótađi líf fólks meira ţá en nú. Í ţessari bók lýsir hún virđingarstiga lénsveldisins sem var undirstađa ríkisins. Kristín Lafranzdóttir og fjölskylda hennar eru tilbúnar persónur. En  ţannig er ţví ekki variđ međ allar persónur sögunnar.  Sagan er látin gerast á tímum Magnúsar Eiríkssonar (f. 1316  d. 1374) og fjölmargt sem lýtur ađ sögu  Noregs er sótt í norrćnar sögur. Ţađ er dálítiđ eins og mađur sé komin heim til Sturlungu. Allt líkist nema ađ sögusviđinu er lýst frá sjónarhorni konu.

Og nú er ég komin ađ ţví sem mér finnst skemmtilegast af öllu. Í hvert skipti sem ég les slíkar bćkur, leggst ég í aukalestur. Nú las ég allt sem ég gat fundiđ á netinu um norska kónga.  Magnús Eiríksson varđ konungur ţriggja ára gamall, móđir hans, Ingibjörg, leit til međ honum ásamt Erlingi Víđkunnssyni og sjálfsagt fleirum. (Ţessi Erlingur kemur mjög viđ í sögu í bókinni um Kristínu Lafranzdóttur ). Mé reiknast svo til ađ Ingibjörg hafi aliđ Magnús ţegar hún var 15 ára. Ég held áfram ađ lesa um norskt kóngafólk og rekst á, ađ amma Magnúsar Eiríkssonar,  Eufemia, hafi átt stćrst bókasafn síns tíma og ađ hún hafi ţýtt ballöđur og ađrar riddarabókmenntir. Af hverju var mér aldri sagt ţetta?

En allur ţessi lestur minn á netinu um kóngaćttir er tilkominn vegna Kristínar Lafranzdóttur svo ég yfirgef netheima og tek aftur til viđ söguna. Nú er ég tekin til viđ  ţriđju og síđustu bókina, Krossinn.

Ţađ er engin venjuleg koddalesning ađ lesa bćkur Sigrid Undset um Kristínu Lafranzdóttur, ţađ er meira svona eins og prójekt. Ţessar bćkur vćru kjörnar til ađ fjalla um á námskeiđi í miđaldafrćđum, ţađ mćtti flétta inn umrćđur um stöđu konunnar. Alls eru ţetta ţrjár bćkur sem eru samtals 1200 blađsíđur. Ég hlusta á ţćr sem hljóđbćkur.  Sagan er fallega  lesin (upplesarinn heitir Ólafía  Ólafsdóttir) og tekur 51 klukkustund og 26 mínútur í hlustun.

Ekki spillir ađ sagan er á köflum mjög spennandi. Eins og ćvinlega ţegar ég les góđar bćkur flyt ég ađ hluta inn til sögupersónanna  og dvel meira međ ţeim en hér í íslenska vorinu.

Líklega getur Kristín Lafransdóttir ekki talist til léttlestrarbóka. En af hverju ćtti mađur ađ vera ađ lesa eitthvert ţunnmeti ţegar mađur á kost á ţessari átakamiklu og innihaldsríku bók?

Hún er sannkallađ maraţon fyrir heilann.

Nćst mun ég segja frá síđustu bókinni, sem heitir Krossinn

Myndin  er er sótt netiđ. Hún prýđir ţar lista um "norska Monarkiet".


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 186937

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband