Ég hef valið mér hið góða hlutskipti

image

Nú, þegar hef lokið hlutverkið mínu á vinnumarkaði og ber ekki ábyrgð á neinum nema sjálfri mér, geri ég nákvæmlega það sem mig langar til. Og það er margt. Í raun kemst ég ekki yfir verkefnin sem ég set mér fyrir. Aðeins nokkur dæmi: Bókband, yoga, ræktun, Íslendingasögur og grúsk. Mestan tíma tekur þó skokk og bóklestur en nú hef ég fundið leið til að láta það fara saman. 

Ástæða þess að ég skrifa þennan pistil er ekki mont, heldur alvarleg pæling. Er ég að gera rétt, væri ekki nær að gera gagn. Ekki vantar verkefni í samfélaginu. Ætti ég ekki að nýta eitthvað af tímanum til að fylgjast betur með pólitík og reyna að hamla gegn niðurrifinu á opinbera kerfinu, sem komið hefur verið á fót til að hagsbóta fyrir almenning í landinu. Éig er í eðli mínu pólitísk. En ég er raunsæ. En ég læt mér nægja að fylgjast með og kýs að líta pólitíska virkni eins og ævistarfið. Ég er komin í frí og geysist inn í áhugamálaheim eins og kýr sem hleypt er út að vori. Það er svo margt skemmtilegt og tíminn hleypur frá mér. 

Allt í einu verður mér hugsað til þeirra Mörtu og Maríu (Lúkas 10:38-42). Marta klagaði í Jésú þegar systir hennar settist við fóskör meistarans og hjálpaði ekki til við heimilisstörfin. Jésú gaf þá út yfirlýsingu sem enn gildir en er þó enn jafn margræð. "María hefur valið sér hið góða hlutskipti". En hver er meistari dagsins í dag, þegar Guði hefur verið skipt út fyrir Mikla  hvell? Ég hef hreint engan áhuga á geimvísindum, nema ef vera skyldi í fagurfræðilegu tilliti. Og hvar standa hin andlegu málefni þegar heilarannsóknir taka við af að mannlegri dómgreind. Ég stoppa hér því þessi skrif eru að þróast út í einhverja vitleysu.

Minn meistari eru skáldin, lifandi og dauð.  Ég sit við fótskör þeirra, það er mitt góða hlutskipti. Eg hef lesið og hlustað á heil ósköp af skáldskap og alltaf verð ég jafn heilluð þegar skáldið nær mér inn í sinn heim, sem oftast er bærilegri en minn, þótt oftar sé fjallað um styrjaldir, veikind og vandamál í samskiptum fólks en um friðsemd, velmegun og hamingju. Í skáldskapnum er þetta allt miklu bærilegra, því það er ekki í okkar raunalega raunheimi. 

Síðustu þrjá daga hef ég verið að lesa bók frú Gaskell, North and South, um vinnudeilur í Milton (Manchester) um miðja 19.öld. Jafnframt hef ég verið að lesa bók Timur Vermes, Er ist wieder da, 2012 (Aftur á kreik). Bókin fjallar um okkar heim frá sjónarhóli hins upprisna Adolfs Hitlers . Hann er komin aftur á kreik. Satt best að segja eru þessar tvær bækur talsvert ólíkar. 

Tilbreyting er góð, ég flyt mig á milli heima með hjálp skáldskaparins. Ég veit nefnilega að þar er ég gestur og þarf ekki að gera neitt.

Það er gaman að vera í þessu langa fríi og ferðast um í tíma og rúmi.

Og ekki vantar bækurnar í heiminum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 187424

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband