Verfallsfréttir frá Milton

 image

Þegar verkafólkið í Milton þurfti að horfast í augu við að það gat ekki framfleytt sér af kaupinu sem það fékk í verksmiðjunni, gerði það uppreisn. Vinnuveitandi þeirra hr. John Thornton sagði þeim að það væri ekki mögulegt að hækka launin því þá væri verksmiðjan ekki lengur samkeppnishæf. Útlend fyrirtæki myndu taka yfir markaðinn. Þau skyldu ekki láta sér detta í hug hug að gera verkfall, þá yrði kallað inn verkafólk frá Írlandi. Og þetta gekk eftir. Það var gert verkfall, það var blóðugt og herinn var kallaður til og írskt verkafólk tók við störfunum í verksmiðjunni. 

Þetta gerist í bók Gaskell,North and South frá 1855, ég er var að lesa verkfallskaflann í gær og í morgun þegar ég hlustaði á fréttirnar frá Straumsvík, hugsaði ég um hversu lítið hefur breyst. Enn eru rök atvinnurekanda þau sömu. Reyndar held ég að kjör verkafólks hafi batnað mikið en ég veit þó ekki hvort það ríkir meiri jöfnuður í samfélaginu. En North and South gerist í Bretlandi (Milton er tilbúið nafn í stað Manchester) en Straumsvík er hér og árið er 2016. Nú tíðkast að verksmiðjur og verkefni flutt til fólksins sem gerir litlar launakröfur og stjórnvöld eru ekki með íþyngjandi reglur og skattheimtu.  

Frú Gaskell vildi stuðla að réttlæti og mannréttindum í samfélaginu. Hún gerði það með skrifum sínum. North and South er í rauninni ástarsaga. Hún vissi að þannig skilaði sagan sér best til lesenda. 

Ég er ekki búin með bókina og ég hef að sjálfsögðu meiri áhuga á hvað er að gerast í Straumsvík en í Milton. Ég vona að verkamennirnir standi saman og sýni mátt             samtakanna.  Við þurfum á því að halda. 

Myndina tók ég traustataki af Wikipedíu, hún sýnir verksmiðjurnar í Milton. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 187424

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband