Samanburðarhamingjufræði

image

Síðan ég komst í þær eftirsóknarverðu aðstæður að ég get lesið eins og mig lystir, hef ég dvalið meira og minna á 19. öldinni. Af og til bregð ég mér yfir aldamótin aftur á bak inn í 19. öldina. Reyndar er ég svo samviskusöm að mér finnst að ég þurfi að lesa eitthvað af því sem er að koma út núna, þá dríf ég í því eins og hverju öðru verkefni, til að komast sem fyrst til baka inn í 18. öldina. Mér finnst ég eiga þar heima, þar líður mér vel. 

Þetta er svona, ég er ekki að búa það til, til að reyna að vera eitthvað merkileg. Reyndar skammast ég mín dálítið fyrir hvað ég er sátt við 19. öldina, því ég veit að lífskjör þorra fólks á 19. öld voru síst betri en nú, svo vægt sé til orða tekið. Lífskjör á Íslandi voru upp til hópa bág ef undan eru skildar fáeinar valdaættir. En ættirnar sem að mér liggja voru ekki ein af þeim, svo trúlega hefði ég alla tíð þurft að vinna fyrir aðra ef ég hefði fæðst á þessari öld sem ég hrfst svo af. 

En ég er ekki stödd á Suðausturlandi heldur í Cranford í samnefndri sögu Elisabeth Gaskell (1810 - 1865). Cranford er tilbúningur hennar, smábær þar sem fyrst og fremst lifir millistéttarfólk, og aðallega konur. Lífið er tilbreytingarlítið, stendur nánast í stað. Þessir tímar einkennast af stéttaskiptingu og misskiptingu auðs. Konurnar í Cranford fara vel með og lafa í því sem til er ætlast af þeim sem miðstéttarfólki. Stéttaskiptingin er mikil og hún þykir eðlileg. 

Munurinn á fólkinu í Cranford og fólkinu mínu, er að söguhetjur bókarinnar vinna ekki, það gerir þjónustufólkið. Ég ætla ekki að hætta mér lengra út í þennan samanburð en langar að draga fram það sem er líkt hér og þar og greina má miklar framfarir. Þá ber hæst (í mínum huga) barnadauðann. Hann kom við hjá bæði ríkum og fátækum, bæði hér og í Bretlandi. Þó grunar mig að hann oft gert sér ferð til efnaminna fólks. Annað sem er áberandi  betra nú en þá, eru réttindi kvenna og líklega mannréttindi í heild sinni.

Mig langar til að geta sagt það sama um stéttaskiptinguna en hika. Kjör fólks og tækifæri í lífinu hafa ekki jafnast í takt við réttindi þeirra. Í stað stéttaskiptingar á grundvelli ættar og tignar, er komin auðstétt, sem leikur sér að peningum.

Ég sleppi því hér að tala um tæknilegar framfarir, sem nú er eðlilegur hluti af lífi okkar, því ég hef sterka tilfinningu fyrir því að nær öllum tæknilegum framförum fylgi annmarkar, gallar, sem við sitjum uppi með. Oft ómeðvitandi. Matvaran er verri og óhollari, bættum samgöngum fylgir óhóflegt stress og bráðlæti. Fatnaður er óvandaður og oft ljótur ef undan eru skildar íþrótta- og útivistarvörur. Af hverju er ekki hægt að fá gallalaust framfarir? En er fólk hamingjusamari nú en þá. 

En auðvitað er þessi aðdáun mín á 19.öldinni ekkert annað en flótti og uppgjöf. Í raun óttast ég um að það sem unnist hefur til hagsbóta fyrir alþýðu. Til hvers eru mannréttindi og framfarir í læknisfræði ef við ætlum ekki að nýta það fyrir fólkið sem þarfnast læknisþjónustu?

Í Cranford gerði læknirinn aðgerðina á manni við kertaljós sem konurnar gáfu honum og hann setti kefli í munn sjúklingsins, svæfingar og deyfingar voru ekki á hans valdi. Nú fá sjúklingar að þjást heima hjá sér á biðlistum með aðstoð verkjalyfja, svo þeir æpi ekki. 

Er nema von að ég efist um gildi framfara? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lengi hefur mig langað til að geta borið saman lífsgleði og skemmtan kaþólskra og Luterstrúarmanna, hér á fyrri öldum. 

Guðrún Ægisdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2016 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 187281

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband