Samhliða lestur: Einar Már Guðmundsson og Elizabeth Cleghorn Gaskell

image 

Ég lifi tvöföldu lífi. Þegar ég er úti við, hlusta ég á útlendar bækur í símanum mínum, inni hlusta ég á íslenskar bækur í Ipad. Nú vill svo til að báðar bækurnar sem ég er að hlusta á, gerast á 19. öld, önnur teygir sig þó inn í þá 18. Útlenda bókin er eftir frú Elizabeth Cleghorn Gaskell (f. 1810- d. 1865). Hún heitir Ruth (kom út 1853), íslenska bókin er eftir Einar Má Guðmundsson(1955) hún er um Jörgen Jörgenson. Hann kallar hana Hundadaga. Reyndar fjallar bókin ekki bara um líf þessa sérkennilega manns, hann speglar líf hans í lífi Jóns Steingrímssonar eldklerks. Um leið speglar hann átakasögu Jörundar í náttúruhamfarasögu Jóns. Þessir tveir menn mætast ekki í tíma og rúmi, Jón deyr 1791 en Jörundur fæddist 1780 og lést 1841. Ártöl eru mikilvæg. 

Þar sem ég er að lesa þessar tvær bækur samhliða, fer ekki hjá því að ég beri þær saman. Þær segja jú báðar frá lífi fólks á 19. öld. En heimur þessa fólk snertist ekki nema ef vera skyldi í kristilegum vangaveltum. Jón Steingrímssonar og hefur sinn starfa að þjóna Guði. Ruth hefur verið táldregin og svikin og á fárra kosta völ.  Hún er barnung og á engan að.  En hún er lánsöm. HGott fólk kemur henni til bjargar. Það er mikil trúarhlýja í þessari bók. Ég vil ekki segja trúarhiti, því öll framsetningin er hlý og yfirveguð. Guð er góður, ekki refsandi. Trúin er hjálpartæki fólksins um hvernig best sé að haga lífi sínu. "Hvað myndi frelsarinn vilja að þú gerðir" segir frú Benson þegar hún leiðbeini Ruth. Jón Steingrímsson talaði oftar en ekki við Guð í sínum vandræðum og margir trúðu því reyndar síðar að hann hafi beinlínis unnið kraftaverk og stoppað hraunstraum.   

Reyndar stóð alls ekki til að fara út í allan þennan samanburð. Það sem ég ætlaði að skrifa um, er það sem Einar Már segir. Það eru til tvenns konar bækur, segir hann. Þær sem gerast innanhúss og hinar sem gerast utanhúss. Þetta passar mér vel, mig hefur vantað þessa skilgreiningu. Bók Einars Más, Hundadagar utanhúss, saga frú Gaskell er innanhúss. Einar fer með sitt fólk á milli heimsálfa, Gaskell lætur sér nægja að ferðast með sitt fólk innan Bretlands. Það sem aðskilur þessar sögur þó meira en nokkuð annað, er að önnur gerist í kvennaheimi en hin í heimi karla. 

Mér finnst gaman að hlusta á Einar Má, en hann les bókina sjálfur, og það er eins og hann sé að tala við mann. Og ég verð að játa, að mér fannst þetta aldrei vera saga, mér fannst bara að Einar sé að spjalla um þetta fólk og þennan tíma. Ruth er aftur á móti saga, þar sem lesandinn er fluttur til í tíma og rúmi og fær nú óvænt að upplifa hvernig það er að vera barnung, fátæk,  einstæð móðir í Bretlandi á 19. öld. En Ruth er heppin, hún kynnist góðu fólki og hún er skynsöm og guð er miskunnsamur. 

Þessar hugleiðingar eru reyndar varla tímabærar, ég hef enn hvorugi bókinni lokið. En skyndilega kom sú hugsun til mín, að það er betra að skrifa um bækur meðan maður er að lesa þær, heldur en á eftir. Á meðan maður er að lesa er hugurinn á fullu, þegar lestri er lokið er málið afgreitt og hugurinn hægir á sér. 

Stundum þarf maður ekki að lesa lengi til  vita að bók sé góð. Nú er ég komin það langt í lestri beggja þessara bóka, að ég get mælt með þeim. Þær eru göðar, skemmtilegar og fróðlegar.

 

Myndin er af frú Gaskell 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 187222

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband