Jójó: Steinunn Sigurđardóttir

image

Ég verđ einhvern veginn ađ útskýra ţađ, a.m.k. fyrir sjálfri mér, af hverju ég lét svo langan tíma líđa, ţangađ til ég las Jójó, bók Steinunnar Sigurđardóttur. Bókin kom út fyrir 5 árum og ég var ađ ljúka viđ hana núna. Ég hafđi heyrt ađ bókin vćri um dapurleg efni og ég tek alltaf nćrri mér ađ lesa ţađ sem íslenskir höfundar skrifa um dapurleg efni, ţótt ég ţoli ýmislegt frá hendi erlendra höfunda. Og 2011 var ekki ár til ţess, ekki hjá mér. Og svo gerist bókin ekki einu sinni á Íslandi

Bokin gerist í Berlín. Hún fjallar um tvo menn. Annar Martin Montag er lćknir á besta aldri, sérfrćđing í krabbameinslćkningum. Hann á dásamlega vinkonu, Petru, sem hann elskar en ţó er líf hans svo óbćrilegt ađ hann er undir ţađ búinn ađ hver dagur verđi hans síđasti. Hann gengur međ kveđjubréf í vasanum og veltir fyrir sér hvernig sé hreinlegast ađ farga sér. Viđ skynjum ađ hann býr yfir leyndarmáli sem hann getur engum sagt. Hann hefur reynt og ţá var honum ekki trúađ. Hann er sögumađur. Hinn mađurinn, Martin Marinetti,  er sjúklingur hans. Hann er franskur róni og útigangsmađur. Lífshćttir hans hafa veriđ ein löng tilraun til sjálfsmorđs. Ţađ tekst međ ţeim vinátta og í gegnum samtöl ţeirra fćr lesandinn smám saman vitneskju um hvađ ţađ er sem myrkvar heim ţeirr. Eđa er réttara ađ tala um líf ţeirra. 

Ţetta er bók um tvö stór alvarleg vandamál, annađ snýst um sálarháska hitt um lífsháska. Kannski er ekki rétt ađ gera slíka ađgreiningu, ţví hvađ er hvađ er háski sem varđar sálarheill annađ en lífshháski. 

Ţađ tekst vinátta međ ţessum tveimur Martinum, svo ólíkir sem ţeir virđast á yfirborđinu.  Og ţađ er í gegnum samskipti ţeirra sem lesiandinn fćr smátt og smátt vitneskju um leyndarmáliđ sem ţeir bera innra međ sér, leyndarmáliđ sem mykvar heiminn. Ég veit löngu áđur en ţađ er sagt í bókinni ađ ţađ muni vera kynferđislegt ofbeldi gegn barni. Vandamál mitt er, ađ ég nć ekki sambandi viđ persónurnar og ég hef ekki samúđ međ ţeim, ţó ég viti ađ ég eigi ađ gera ţađ. Lćknirinn Martin er einhvern veginn óraunverulegur ég trúi honum ekki. Og ég trúi heldur ekki á Petru, ţessa ljúfu og umburđarlyndu konu. Mér gengur best ađ skilja franska Martin, rónann, útigöngumanninn og krabbameinssjúklinginn. Hann er meira ađ segja svolítiđ líkur höfundi sínum, skemmtilegur og sjarmerandi.  

ŢMér líđur illa yfir ţessari bók, vegna ţess ađ hún fćr mig ekki til ađ trúa sér. Ég veit ekki hvort ónotakennd mín er út af ţví mér finnst ég vera ađ bregđast Steinunni, sem ég hef fylgst međ og dáđst ađ síđan hún fetađi sín fyrstu skref sem rithöfundur. Ég vil helst ađ hún sé fullkomin. Kannski líđur mér bara illa vegna sjálfrar mín. Hvađ nú ef skil ég ekki bókina. Kannski er eitthvađ undirliggjandi sem ég nć ekki, skil ekki. 

Og hvađ er ţá orđiđ eftir af mér, ef ég skil ekki bćkurnar sem ég er ađ lesa. 

En ég er tapper. Ég er hugrökk. Ég veit  ađ nćsta bók á eftir Jójó, heitir Fyrir Lísu og hún fjallar um sömu persónur. Kannski skilar hún ţví sem ávantar, til ađ ég skilji fólkiđ og hafi eđlilega samúđ međ ţví. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband