Erfiðir tímar: Skokkað með Charles Dickens

image

Stundum villist ég af leið og finn það sem ég er að leita að. Ég var að leita aðð bók eftir Charles Dickens í Audiobooks (en ég er með heilt bókasafn í símanum mínum) og ég var að búa mig af stað í að skokka.  Allt í einu kom hrífandi karlmannsrödd og ég varð að hlusta. Hann var að tala um Dickens en ég hafði verið að leita að bók eftir hann. Ég ákvað að hlusta áfram meðan ég væri að komast hringinn og skoða svo hvað þarna væri á ferðinni. 

Þegar ég kom heim og gat skoðað þetta betur, sá ég að ég hafði rambað á G. K Chesterton. Það sagði mér ekkert svo ég spurði sérfræðing minn í engilsaxneskum bókmenntum um manninn. Þarna hafði ég óverðug og illa að mér hitt á líklega merkilegasta Dockensfræðing allra tíma. Og það sem meira var. Ég skildi hann og mér fannst hann vera að tala við mig. Ég var heilluð og nú upphófst eitt skemmtilegasta skokktímabil mitt. 

Heima gróf eg mig niður í Google og las allt sem ég fann um manninn. Reyndar vissi ég þá þegar að þetta var einmitt maðurinn sem eg vildi verja tíma mínum með og engum öðrum. Ég var eins og ástfangin.

G. K. Chesterton er fæddur 1874 og dó 1936. Hann var þekktur maður í Bretlandi síns tíma fyrir þátttöku sína í umræðu um margvíslega hluti, svo sem um guðfræði, bókmenntir og stjórnmál. Hann var blaðamaður og rithöfundur og m.a.þekktur fyrir það sem kalla mætti varnarræður (apologies, ég veit ekki hvernig á að þýða þetta) um ýmis mál svo sem guðfræði og trúlega mætti flokka pistlana sem ég var að hlusta á, sem n.k. varnarræður. Hann var að verja Dickens. Honum fannst eins og hann væri annaðhvort misskilinn og settur í flokk með gamansömum, smellnum höfundum eða að hann væri að gleymast. Ein fyrsta setningin sem ég féll fyrir hjá Chesterton var á þessa leið (lauslega þýtt af mér). Ég óttaðist að Dickens væri að mást út en það er bresk menning sem er að mást út en ekki Dickens. 

Í nokkra daga hljóp ég með Chesterton í eyrunum og hlakkaði til hvers kílómetra. Af og til hugsaði ég, "það væri kannski betra að lesa fyrst bækurnar, sem hann er að tala um (en þá hafði ég eingöngu lesið Ævintýri Pickwicks). En ég gat ekki staðist seiðandi rödd hanS. Bókin sem ég var að hlusta á heitir Apppreciations and Criticisms of the Works of Charles Dickens. Þetta  var upphaflega flutt sem pistlar í BBC. Loks þegar ég hafði hlustað á Chesterton til enda, en hann er fyrir mig á mörkum hins óskiljanlega, hóf ég hlustun/lestur á Dickens. Og ég nálgaðist hann af virðingu. 

Nú er ég búin að hlusta á:

The Life and Adventures of Nicholas Nickleby 

Oliver Twist

David Copperfield

Hard Times

Glæstar vonir (Great Expectations) (leikrit á íslensku)

Ævintýri Pickwicks (íslensk þýðing).

Mikið er ég þakklát Chesterton fyrir leiðsögn hans. Enn á ég mikið eftir af bókum Dickens, það er þægilegt að vita að ég á hann að. Eftir að hafa lokið  við Hard Times, tók ég Dickens hlé, það var svo stórkostleg bók og mig langar að láta hana seitla betur inn í mig.

Af hverju hefur ekki meira verið þýtt eftir þennan góða mann og af hverju höfum við aldrei átt neinn Chesterton?

Þetta er stutt samantekt á miklum bóklestri. Ég sendi það frá mér þótt ég sé nokkuð viss um að það sé ekki líklegt til vinsælda. Niðurstaða mín er:

Mikið fæst ekki fyrir lítið.

Ávinningurinn af bóklestri liggur á mörkum þess skiljanlega.

P.s margir þekkja G.K Chesterton sem höfund sagnanna um Father Brown, en eftir þeim hafa verið gerðir vinsælir sjónvarpsþættir.

 (Mynd af G K Chesterton)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 187338

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband