Bækurnar í lífi mínu núna

image

Þessi pistill er ekki um neina einstaka bók, hún er um bækurnar í lífi mínu núna. Ég er alltaf með fleiri en eina bók í takinu. Valið er tilviljunarkennt, bækurnar einhvern veginn rata til mín. Oftast reyni ég þó að haga því þannig að ég sé með eina sem gæti flokkast sem erfitt viðfangsefni og aðra mér til hugarléttis. En auðvitað er ekki alltaf auðvelt að vita hvernig bók er áður en maður hefur lesið hana.

Eftir að sjónin fór að dofna og ég get ekki lengur lesið venjulegar bækur, þ.e.a.s. prentaðar, takmarkast lestur minn af því hvaða bækur ég get fengið í rafrænu formi,ýmist til að lesa eða til að hlusta á. En þetta er ekki einungis slæmt, þetta hefur opnað mér heim sem ég þekkti ekki áður. Ég hef aldrei áður hlustað eins mikið á erlend tungumál, það er auðveldara en ég hélt.

Nú er ég að hlusta á/lesa þrjár bækur og engin þeirra er beinlínis létt afþreying. Það liggja ólíkar ástæður fyrir valinu og ég velti því fyrir mér núna hvort það sé tilviljun eða örlög að þessar bækur bönkuðu upp á einmitt núna, þegar heimurinn, að minnsta kosti Evrópa stendur á öndinni vegna hryðjuverkaárásar.

Bók eitt er Kriget har inget kvinnligt ansikte, ég les hana á sænsku á iPaddinum. Þessa bók valdi ég fljótlega eftir að höfundurinn, Svetlana Aleksievich hafði fengið Nóbelsverðlaunin. Það var fyrst og fremst forvitni á bak við þetta val en nú sit ég uppi með 318 blaðsíður af lýsingu af stríði. Konur tala öðru vísi um stríð en karlar, þær segja frá hrundegi stríðsins, ekki orustunum, eða vígstöðunni.  Þetta eru ótal litlar sögur brot úr viðtölum. Mósaík stríðs, grimmdar og hörmunga. 

Bók númer tvö er Morgnar í Jemen,hana valdi bókaklúbburinn fyrir mig. BóKin er eftir Susan Abulhawa og segir sögu hernáms Palestínu. Bókin kom út 2010 og kom út í íslenskri þýðingu Ásdísar Guðnadóttur. Þetta er átakanleg saga og um leið er þetta saga um grimmd. Ástæðan fyrir að ég hef frestað að lesa þessa bók fyrr en núna, er að ég óttaðist að hún myndi koma koma illa við mig.

Þriðju bókina hlusta ég á í símanum mínum meðan ég skokka. Það er Uncel Toms cabin. Hún er að ensku,en hún hefur verið þýdd á íslensku af Guðrúnu Lárusdóttur (kom út 1901) en ég hef ekki lesið þessa bók fyrr en nú. Veit ekki hvers vegna. Nú þegar ég hugsa til baka og leita svara við af hverju ég las ekki þessa bók fyrr, veit ég að þar var vegna þess að ég hélt ég, að hún skipti ekki lengur máli. Nú sé ég að hún talar beint inn í tímann. Því miður. Það er eins og verið sé að tala um flóttamenn dagsins í dag.

 Allar þessar bækur tala beint inn í hverdaginn eins og hann er núna, litaður af fréttum um stríð og hryðjuverk. Allar góðar bækur tala við mann um það sem er að gerast hér og nú. Það er það sem gerir þær sígildar. En þótt þær fjalli um óhugnað, íþyngja þær manni ekki, þær hjálpa manni að vinna úr ringulreiðinni í henni veröld.

Þess vegna les ég bækur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 187295

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband