Góða sálin í Sezuan: Leikhús í Berlín

image

Ég sá Góðu sálina í Sezúan í Berlín. Mér finnst það dásamlegt verk, það vekur upp svo margar spurningar. Ég sá það í undurfögru leikhúsi,Berliner Ensemble. Þar segir frá því þegar þrjár guðlegar verur komu til jarðarinnar til að kanna hvort jarðarbúar væru á vetur setjandi. Ég hef séð þetta verk tvisvar áður og það er alltaf eins og nýtt. 

Í þessari uppsetningu var áhersla lögð á hvað við lífið er oft afkáralegt. Það kemur strax í ljós að fólkið í Sezúan var ekki tilbúið að taka á móti guðunum. Allir afsaka sig. Nema vændiskonan, Shen Te. Hún tekur guðina að sér og í staðinn hjálpa þeir henni til að láta draum sinn rætast og hætta í bransanum og kaupa sér tóbaksbúð. En það er erfitt að vera í viðskiptalífinu, straks og þetta berst út, drífur að fólk sem vill að hún hjálpi sér. En Shen Te kann ekki að segja nei og það gengur ekki við reksturs fyrirtækis. Hún skiptir um gerfi. Í stað þess að vera hún sjálf, fer hún í gerfi tilbúins frænda. Í gerfi frændans getur hún ekki bara sagt nei, frændinn  reynist vera snjall athafnamaður. En ég ætla ekki að reyna að endursegja efni verksins hér. Það tók þrjá og hálfan tíma. Tónlistin var hrífandi, ljóðin og textinn. Stundum fannst mér nóg um öll skripalætin, mér fannst ekki þörf fyrir alla þessa fyndni. Textinn er fyndinn í sjálfu sér. En þetta er tíska dagsins í dag. Uppsetningin í  leikritinu  er farsakennd, hlaup og læti. Ástin er á sínum stað og meira að segja ansi nærgöngul. 

Ég hef aldrei búið í Þýskalandi og burðast því enn með mína menntaskólaþýsku og átti fullt í fangi með að ná textanum. En ég bjó að því að ég hafði lesið leikritið bæði á íslensku og á þýsku.  Það eru margar dásamlegar setningar í þessu verki. 

En ég tapaði mér í guðfræðilegar pælingar. Af hverju voru guðirnir þrír? Voru þeir sendiboðar eða höfðu þeir fullt umboð til að ákveða örlög jarðarbúa? Ég stóð mig að því að vera svo heilaþvegin í Biblíufræðum að ég átti erfitt með að taka fullt mark á þeim sem  fullgildum Guði.

Allt fór þetta vel að lokum. Guðirnir þrír komust að þeirri niðurstöðu að jarðarbúum skyldi þyrmt. Ein góð sál nægir. 

Ég man ekki hvenær ég sá Góðu sálina hér heima en ég var í skýjunum lengi á eftir. Mér fannst Brecht skilja mig og vera að tala við mig. Kannski var það öfugt. En mikið langar mig til að sjá þetta leikrit hér heima aftur.

Myndin er af styttu af Brecht fyrir utan leikhúsið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 187295

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband