Ein besta bók sem ég hef lengi lesið: Ef að vetrarnóttu feraðalangur, Italo Calvino

Ég var tortryggin á bókina sem við í bókaklúbbnum settum okkur fyrir að lesa. Mér fannst nafnið fráhrindandi, Ef að vetrarnóttu ferðalangur. Mér fannst líka undarlegt að svo gömul bók (kom út 1979)eftir látinn höfund (f. 1923 d. 1985) skyldi vera að koma út á Íslandi 2015.

Ég hóf lestur af skyldurækni við stöllur mínar en með neikvæðu hugarfari gagnvart bókinni. Best að ljúka þessu af. Það kom því vel á vondan þegar höfundur byrjar bók sína með að ávarpa lesandann beint með fræðandi inngangi um hversu mikilvægt það sé að lesandinn setji sig í réttar stellingar þegar hann hefur lestur á nýrri bók. Og í staðinn fyrir að fara í fýlu við áminningarlesturinn, sá var ég sammála hverju orði og gerði nákvæmlega það sem hann var að segja. Gaf mig alla í lesturinn og gætti þess að athyglin væri á sögunni og engu öðru. 

Reyndar er full þörf á að fylgjast vel með, bókin er engri bók lík og lengi vel áttaði ég mig ekki á því hvert rithöfundurinn var fara með mig. Sagan er skáldskapur um skáldskap, um höfundinn, lesandann og tungumálið og miklu meira. En það er ekki gott að segja frá efni þessarar bókar en ég mæli með henni. Og þá er best gera eins og höfundurinn segir, koma sér vel fyrir, loka hurðinni og hafa öll skilningarvit í gangi. Njóta.

Ég get ekki dæmt um þýðinguna svo vel sé, ég kann ekki ítölsku,nema að þetta er góður texti, svo góður að stundum var eins og maður væri að lesa ljóð. Þýðandinn er Brynja Cortes Andrésdóttir. 

Ég á eftir að lesa þessa bók aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 187198

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband