Er þjóðkirkjan verktaki?

image

Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég pistil sem átti fyrst að fjalla um umburðarlyndi.  En varð að hugleiðingu um hvar markalínan liggur milli þess sem á að umbera og þess sem á ekki að líða neinum.

Að mínu mati liggja mörkin þar sem hegðun eins meiðir eða særir annan eða aðra. Mig langaði í raun til þess að ég gæti sagt að við ættum að sýna Þjóðkirkjunni umburðarlyndi varðandi hegðun presta, sem neita að gefa saman fólk af sama kyni. En eftir að hafa hugsað málið betur, sá ég að þetta átti ekki að umbera, því með því særðu þeir tilfinningar þeirra sem til þeirra leituðu og fjölda annarra. Þeim ætti ekki að líðast þetta. 

Þar sem ég er trúleysingi lít ég þannig á þetta mál að Þjóðkirkjan sé nokkurs konar verktaki hjá ríkinu, sem hefur tekið að sér að sjá um margs konar þjónust fyrir ríkið og eitt af því sé að gefa fólk saman í hjónaband. Ef ekki er staðið við slíkan samning, þýðir það í verktakasamningum rof á samningi, held ég. Oftast leiðir þó slíkt rof til að leitað er lausna. Reyndar finnst mér ekki rétt að skoða höfnun prestanna á að gefa fólk saman eina og sér, heldur hitt að þarna gera þeir upp á milli sóknarbarna sinna, blessun þeirra nær ekki til allra. Hvað gerist þegar kemur því að veita sálusorgun?

Mér finnst þetta vera leiðindamál. Þótt ég sé trúleysingi þekki ég fjölda fólks sem er trúað og er annt um kirkjuna. Mér sýnist að kirkjan sé að grafa sér sína eigin gröf. Það er alvarlegt mál miðað við alla þá ábyrgð sem henni er ætlað að hafa.

Engir hafa meiri áhuga á að ræða kirkjuleg málefnien trúleysingjar. Ég er þar í góðum félagsskap. Enda ekki sveitungi Helga Hósessonar fyrir ekki neitt. 

Myndin er af Marteini Lúther, tekin úr prógrammi Berliner Dom, sem lá þar frammi í fyrra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Takk fyrir skemmtilegu pistlana Bergþóra. Minna mig á ýmislegt úr eigin fari og forfeðra úr Breiðdal.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 30.9.2015 kl. 23:56

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þótt Þjóðkirkjuprestar fái mánaðarlaun hjá ríkinu, sem endurgjald fyrir kirkjujarðir, þá fá þeir ekki ríkislaun fyrir skírnir, fermingar, giftingar og jarðarfarir. ÞAR eru prestarnir VERKTAKAR, en verktakar fyrir þá, sem þiggja þjónustuna, m.a. hjónaefni, og þiggja þókknun sína af þeim, ekki ríkinu.

Læknar geta neitað af samvizkuástæðum að framkvæma viss umbeðin verk, sem samrýmast ekki læknaeiði þeirra. Það sama á við um Þjóðkirkjupresta, sem eru bundnir sínu vígsluheiti.

Kenningartrúu prestarnir eru aðdáunarverðir að standast þrýstinginn. Engin fórnarlömb liggja reyndar í götu þeirra. Hættu því, Bergþóra, að leggja hér lið þeim öflum, sem vilja þvinga presta til að brjóta gegn sannfæringu sinni eða verða reknir ella úr starfi. Eða varst þú nokkið fylgjandi Berufsverbot vesturþýzkra yfirvalda á árunum um og eftir 1968?!

Jón Valur Jensson, 1.10.2015 kl. 00:12

3 identicon

Gifting er ekki trúarleg athöfn þó kirkjan hafi tekið verkið að sér. Kirkjan fór ekki að gifta fólk fyrr en á tólftu og þrettándu öld. Hefðir og siðir er það eina sem bindur giftingar við presta og kirkjur. Og það eru fjölmargir aðrir sem geta gift. Eina skilyrðið sem þarf að fullnægja til að geta gift er heimild frá stjórnvöldum. Fylgi heimildinni kvaðir um að fólki sé ekki mismunað verða þeir sem vilja halda sínu leifi að fara eftir því.

Læknaeiðurinn: Ég sem rita nafn mitt hér undir, lofa því og legg við drengskap minn að beita kunnáttu minni með fullri alúð og samviskusemi að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án manngreinarálits að gera mér far um að auka kunnáttu mína í læknafræðum að kynna mér og halda vandlega öll lög og fyrirmæli er lúta að störfum lækna. --- Færi vel ef prestar undirrituðu samskonar eiðstaf.

Espolin (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 01:19

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Espolin.

Þú ferð frjálslega með.

Þegar hjónaefni gifta sig þá stofnast löggerningur við það samkvæmt hjúskaparlögum, það er að segja með undirskrift sinni á tilkynningarskjal til ríkisins þá gangast hjónaefnin við því að þau muni hlíta skyldum þeim sem fylgja því að ganga í lögformlegt hjónaband samkvæmt þeim lögum ásamt því að njóta þeirra réttinda sem lögin áskilja þeim. Allt annað við hjónavígslu í kirkju er trúarlegs eðlis. Þar gangast hjónaefnin í sáttmála sín á milli og við Guð sinn.

Sjálft tilkynningarblaðið sem presturinn tekur að sér að skila til ríkisins er ekki merkilegra en þegar fólk í óvígðri sambúð óskar eftir samsköttun á vef ríkisskattstjoóra þegar það gengur frá skattframtalinu sínu. Það tilkynningarblað kemur í sjálfu sér ekki hjónavígslunni sem presturinn framkvæmir að öðru leyti ekki nokkurn hlut við.

Svona til allra sem hafa skrifað hér :

Þjóðkirkjan er ekki ríkisstofnun né á ríkið eina krónu í þjóðkirkjunni eða greiðir rekstrarklostnað hennar eins og þegar um ríkisstofnun edr að ræða eins og Hagstofuna eða Háskóla Íslands. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.10.2015 kl. 10:10

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

'eg tek undir hver orð í góðu innleggi þínu kæri Jón Valur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.10.2015 kl. 10:11

6 identicon

Gifting, hver sem framkvæmir hana, er meira en samsköttun. Gifting veitir ýmis réttindi sem ekki fylgja lýstri sambúð. Og hjónaefni í kirkju með prest játast aðeins hvert öðru en gera ekki neinn sáttmála við Guð. Kirkjan kemur inn með blessun en ekki neinar trúarlegar kvaðir, Guði er engu lofað. Sama hvað presturinn blaðrar fyrir og eftir þá er Guð ekki aðili að sáttmálanum sem hjónaefnin gangast undir með jáum sínum.

Þjóðkirkjan er ekki ríkisstofnun en prestar hennar eru ríkisstarfsmenn.

Espolin (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 11:05

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Espolin

„Vilt þú með Guðs hjálp....“ vísar nú í samning um verk. Guð orðinn greinilegur aðili þarna að samningnum. Svo fara ekki allir prestar eftir þessu nákvæmlega svona. Hjónband sem stofnast að lögum er þegar undirskrift brúðhjóna ásamt vottun er lögð inn til ríkisins. Þá stofnast réttindi og skyldur hjónanna samkvæmt hjúskaparlögum og sömulæeiðis reyndar erfðaum auðvitað. Allt annað sem presturinn framkvæmir síðan við sjálfas athöfnina varðar ræikið ekki neinu - það er einungis hluti af trúarlegu athöfninni en eki hinum lögformlega hluta sama hvað þú teygir lopann.

Laun prersta eru eins og Jón Valur benti á að ofan vegna kaupleigusamnings á hátt í 700 jörðum. Það er því ekki eðlilegt að ræða um þær þær greiðslur sem launagrei'slur í sjálfu sér því þessar greiðslur eru afborganir á kaupleigusamningi um eignir. En þetta er arfur frá gamalli tíð að  telja presta formlega til ríkisstarfsmanna sem ætti að afnema þegar í stað, enda eru þeir starfsmenn þjóðkirkjunnar en ekki ríkisins, enda á ríkið ekkert í þjóðkirkjunni né greiðir það rekstrarkostnað hennar, skatta eða skyldur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.10.2015 kl. 11:23

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Kaupleigusamningur??  Svona eins með bílana?  Nei Predikari, hvergi nokkurs staðar er minnst á "kaupleigu" í þessari samningsdruslu.

Laun presta fara eftir kjarasamningi sem fjármálaráðherra gerir (ekki Biskup) og hafa nákvæmlega EKKERT að gera með meint verðmæti kirkjujarðanna. ENGINN veit um verðmæti þeirra, það hefur ALDREI verið kannað!  ENGINN veit einu sinni nákvæmlega hvað þær voru margar.

Skeggi Skaftason, 1.10.2015 kl. 11:48

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Valur:

Læknar geta neitað að framkvæma ákveðin læknisverk (fóstreyðingar, ófrjósemisaðgerðir), enda teljast þau ekki "bein lækning" og vegna þess að það eru MÁLEFANLEG siðferðisleg sjónarmið þar að baki.

Læknar geta EKKI neitað að framkvæma læknisverk bara útaf prívat fordómum, eða trúarskoðunum EINUM OG SÉR.  Læknir sem t.d. myndi neita að gefa sjúklingi blóð, jafnvel þó svo annar læknir fengist í það verk, hann yrði bara rekinn og gæti ekki kvakað um eitthvert "samviskufrelsi". 

Skeggi Skaftason, 1.10.2015 kl. 11:52

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr Össur hefur rangt fyrir sér sem oft áður, sér í lagi þegar kemur að kristni.

Reyndu nú að lesa betur, samninguinn sem lögfestur var 1997 eins og þú veist ber öll einkenni kaupleigusamnings.

Víst er það rétt hjá þér að launagreiðslurnar fara eftir kjarasamningi þeim sem þú tilgreinir, en eru samt greiðslur af kaupleigusamningnum sem fyrr er nefndur og er nefnt sérstaklega hverjar greiðslurnar skulu vera : þesi umsömdu laun prestanna.


Nákvæmur listi er til yfir jarðir þær sem kaupleigusamningurinn tekur yfir.

Eitthvað sem þú vilt hafa rangt fyrir þér meira en þegar er komið frá þér ? Þá bara bullaðu áfram dr. Össur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.10.2015 kl. 12:05

11 Smámynd: Skeggi Skaftason

Predikari segir:

"Nákvæmur listi er til yfir jarðir þær sem kaupleigusamningurinn tekur yfir."

Þetta er lygi. Predikari veit það.  Enda getur Predikari ekki bent á þennan lista.  Hann er lygapredikari.  Hann gefur skít í 9. boðorðið, enda er trúarhelgislepja hans bara hentistefna.

Skeggi Skaftason, 1.10.2015 kl. 13:06

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur. Ekki hef ég brotið 9. Boðorðið.

Þessi listi hefur ávallt legið fyrir. Hitt er annað að misskipuagðir starfsmenn ráðuneyta hefur á stundum ekki getað fundið hann eða ekki nennt að taka hann saman. Heldur þú dr. Össur að þinglýstar eignir séu ekki til á ýmsum skrám ? Bæði skattskilaskrám viðkomandi eiganda og í bókum sýslumanna sem og hjá Fasteignamati ríkisins, nú Skrá ?

Þetta er ein lygamýtan sem vangrúarpésar og kristnihatarar, sérstaklega þjóðkirkjunnar, hafa mantrað um langa tíð og heldur auðvitað ekki vaatni. Þessi listi var meira að segja birtur í vefritum fölmiðla fyrir eigi löngu síðan.

Farðu nú að mantra sannleik - svona til tilbreytingar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.10.2015 kl. 17:16

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Leiðinlegt að sjá hvernig þessi Össur Skarphéðinsson viðrar hér fordóma sína og fáfræði um kirkjumálin.

En ég þakka þér, predikari, baráttuna góðu. Hef ekki tíma í hana í bili, hef enn betri hlutum að sinna.

Jón Valur Jensson, 1.10.2015 kl. 17:46

14 identicon

Ég þakka bara fyrir að prestar tóku ekki að sér ökukennsluna eins og brúðkaupin. Þá væru þeir að væla yfir því að það bryti gegn samvisku þeirra kenna konum. Og að blessunarorð við afhendingu skírteinis geri ökunámið að órjúfandi hluta af kristnum helgisiðum og sáttmála við guð.  Strangtrúar Gyðingar í London banna konum safnaðarins að aka bíl, túlkanir á ritningum gefa mikið svigrúm til hálfvitaskapar.

Gifting er ekki trúarleg athöfn þó kirkjan hafi tekið upp hjónavígslur á síðari hluta kristindóms.

Espolin (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 21:53

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Predikari, þú ert nú aumi lygapésinn. Listinn er ekki til og hefur aldrei verið birtur. Enda ekki til. Þú veist það vel. Eða ert þú að ímynda þér þetta?  Ef þú ert veikur á geði og heldur þess vegna að þessi ímyndun þín sé raunveruleiki, þá skil ég að þú skulir tala svona, en annars hefur þú enga afsökun.


Af framangreindu er ljóst að það er vandkvæðum bundið að veita tæmandi yfirlit yfir ríkiseignir sem áður voru eign kirkjunnar.

Þetta er úr svari fjármálaráðherra á Alþingi í fyrravetur.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0500.html

Skeggi Skaftason, 2.10.2015 kl. 00:33

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Þessi pistill sannar einungis mál mitt. Starfsfólk ráðuneyta er ekki í stakk búið að sinna vinnu sinni og finna fram gögnin.

Þessi listi var birtur á vef fjölmiðla fyrir einhverjum mánuðum síðan og auðvitað þykist þið kristnihataerar ekki hafa séð það - þið takið einungis eftir því sem hentar ófrægingaráróðri ykkar í garð kristinnar kirkju. Hér kemur ekkert á óvart.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.10.2015 kl. 02:29

17 Smámynd: Skeggi Skaftason

Prumpupredikari,

þú ert nú pínu hlægilegur. Reynir að sannfæra okkur um tilvist lista yfir eitthvað sem ekki er vitað hvað er, lista sem stjórnvöld segja að sé ekki til, en þú getur ekki bent okkur á hann og ekki sagt hvar eða hvenær hann birtist. Þú ert í dálítið erfiðri stöðu í þessari rökræðu.

En reyndu að gúggla og athugaðu hvort þú finnir ekki þennan lista, hafi hann birst fyrir einhverjum mánuðum er hann enn til á internetinu. Þú verður bara að finna og þá sigrar þú þessa rimmu! Gangi þér vel drengur minn.

Skeggi Skaftason, 2.10.2015 kl. 09:51

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Ég er þess fullviss að þið kristni- og þjóðkirkjuhatarar hafið lesið þetta plagg í tætlur þegar það birtist í fjölmiðlum í mars síðastliðnum, en það hentar ykkur ekki í lygavefnum sem þið spinnið í kring um kristnina að þykjast hafa lesið þetta því það þjónar ekki illum hug ykkar til kirkjunnar.

Betra virðist fyrir ykkur í umræðunni að halda áfram að ljúga því að slíkur listi sé ekki til - eins ótrúlega fáránlega sem það hljómar að þið gerið því skóna að ekki séu til skjalfest gögn hjá skattstjóra og fasteignamati og í ársreikningum auk þinglýsingardeilda sýslumanna. Come on !  Þið viljið afvegaleiða umræðuna áfram og því nefnið þið listann ekki á nafn.

Þið eruð vanir að tína til fréttir þar sem minnsti möguleiki er að reyna að sverta og ófrægja þjóðkirkjuna - þannig að svona stórfrétt eins og þegar listinn var sýndur er ekki líklegt að hafi farið framhjá ykkur og ykkar illa og illgjarna málstað.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.10.2015 kl. 10:24

19 Smámynd: Skeggi Skaftason

"Þið viljið afvegaleiða umræðuna áfram og því nefnið þið listann ekki á nafn."

kisskiss

Elsku predikarakrútt, það ert þú sem vilt ekki nefna þennan lista á nafn né segja okkur hvar hann er, hvað þá sýna okkur AÐ HANN SÉ TIL!!  tongue-out

Ég kom með beina tilvitnun í Fjármálaráðherra (sem er skráður félagi í Þjóðkirkjunni) og hann segir að svona listi sé ekki til. Þú komst með tilvitnun í  ... ekki neinn. 

...svona stórfrétt eins og þegar listinn var sýndur er ekki líklegt að hafi farið framhjá ykkur

Hún fór alla vega fram hjá þér, því þú getur ekki gefið okkur krækju, né sagt hvar meint frétt birtist eða hvenær.

Skeggi Skaftason, 2.10.2015 kl. 13:00

20 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Ykkar e4r í reynd að sanna að eignasafnið hafi ekki verið til, en samningsaðilaar voru með þettta á borðum sínum og allir hafa vitað um hundruðir ára hvað var eign hvers. Þú veist væntanlega um þínar fasteignir - eða er listinn þinn týndur ?
Þetta hefur legið fyrir í ársreikningum, á skattstofum, hjá fasteignamatinu og auðvitað í þinglýsingarbókum sýslumanna.

rátt fyrir þetta hrópið þið kristnihatarar á götuhornum lygamöntruna ykkar um listaleysið. Ykkur hefur þó brugðist bogalistin. Fólk sem hefur greindarvísitölu á við meðal smalahund og ofar veit að alla tíð hefur legið fyrir hver á hvað. Það veit það á eigin skinni.

Ég er fllviss um að þið kumpánar hafið haf þennan lista lengi í fórum ykkar, en áróður ykkar leyfir ekki að viðurlenna það.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.10.2015 kl. 13:21

21 identicon

Samkvæmt þessum link er enginn slíkur listi til!
En mér finnst líka athyglisvert  að samkvæmt þessum samningi þá er verðmæti jarðanna líka óljóst.
Ef að enginn er í þjóðkirkjunni, þá er gjaldið laun 90 presta (þannig að við getum sagt að það sé raungildi jarðanna) en ef að allir íslendingar væru í þjóðkirkjunni þá væri verðmæti jarðanna laun 153 presta + ýmis önnur laun.
En er það ekki rétt munað hjá mér að heildargreiðslur ríkisins til kirkjunnar séu um 5 milljarðar á ári?

Ef svo er, fyrir hvað eru þessir extra 3 milljarðar ef að launakostnaður er það sem ríkið greiðir fyrir jarðirnar (samkvæmt þessu er launakostnaður biskupa, presta og starfsmanna biskupsstofu verð fyrir jarðirnar)

Þar sem að ríkið rukkar ekki fyrir safnaðargjöldum þá eru það skattgreiðslur sem notaðar eru til að greiða safnaðargjöld landsmanna.
Er það þá ekki beint greiðslur frá ríkinu og bendir það ekki til þess að ríkið greiði sjálft og beint rekstrarkostnað kirkjunnar eins og rekstrarkostnað annarra ríkisstofnana?

Þórður Sigfriðsson (IP-tala skráð) 2.10.2015 kl. 16:27

22 Smámynd: Skeggi Skaftason

Predikari, ertu að verða reiður? Það hjálpar þér ekkert í þessari rökræðu. Ekki heldur þessi ókurteisi go uppnefni. Ekki talar þú svona úr predikunarstólnum?

Auðvitað voru til jarðir EN það veit enginn nákvæmlega hvað þær voru margar og þess vegna er ekki til neinn tæmandi listi neins staðar. En það sem skiptir enn meira máli, það var ENGIN tilraun gerð til að verðmeta þetta eignasafn, ekki einu sinni verðmæti þeirra jarða sem þó er vitað að voru í þessu eignasafni. Engin tilraun.

Skeggi Skaftason, 2.10.2015 kl. 16:34

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Sá sem ákærir kemur með sönnun um sekt. Þú hrópar ásamt þínum líkum um þetta mál, en aðilar samningsins vissu upp á hár hverjar jarðirnar voru. Það lá fyrir í fyrrgreindum gögnum á þeim stöðum sem ég hef nefnt.

Þú getur kannski sagt okkur hvað helmingur lögsagnarumdæmi Garpðabæjar til dæmis er ? Sömuleiðis stór hluti helstu bæjarfélaga landsins. luti kirkjujarðanna voru einmitt þærþ

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.10.2015 kl. 18:29

24 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þórður

Hvers virði eru tvær skrifstofuhæðir í útvarpshúsinu sem Reykjavík leigir af RUV ?
Neei þetta er ígildi kaupleigusamnings vegna þess hveru lágt afgjaldið á ári er fyrir hinar gífurlega verðmætu eignir sem um ræðir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.10.2015 kl. 18:32

25 Smámynd: Skeggi Skaftason

Bíddu, á ég að sanna að jólasveinninn sé ekki til?? Nei góði. Komdu með sveinka. Þú fullyrðir að hann sé til.

Skeggi Skaftason, 2.10.2015 kl. 21:10

26 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Þú ert ákærandinn. Bæði ríkið og þjóðkirkjan vissu og vita að ríkið fékk gífurlegar eignir og þjóðkirkjan veit að hún lét gífurlegar eignir af hendi. Báðir vissu um hverjar eignirnar voru frá fyrsta degi og eru auk þess að þær eru skjalfestar á öllum þeim stöðum sem ég hef marg nefnt. Prestar og prófastar héldu bókhald hver áa sínum stað allt fram til 1907 yfir leigutekjur af eignunum á hverju prestsetri sem greitt var frá leigutökum kirkjunnar.Þú véfengir það og þá er það þitt að koma með sönnun um upphrópanir þínar og kumpána þinna. Lögaðilar þeir sem um þetta sömdusín á milli vita að allt var rétyt og heiðarlegt. Þó er vitað að ríkið hefur stórgrætt á samningunum og er sá sem stendur uppi með betri hluta samningsins fyrir slikk.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.10.2015 kl. 23:19

27 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég er ekkert að ákæra neinn, þú litli andlegi dvergur!  En það hentar ykkur ríkiskirkjuklerkum að afneita staðreyndum. Þú segir að "lögaðilar" hafi samið um þetta sín á milli.  En segðu mér, hversu margir af þeim sem gerðu þennan "samning" 1997 stóðu utan Þjóðkirkjunnar?

Skeggi Skaftason, 3.10.2015 kl. 07:57

28 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össsur

Þú hlýtur að skilja orðalagið - hér er átt við lögfræðilegu aðkomuna þegar einhver ákærir eða véfengir lögmæti eða kærir þjófnað og svo framvegis. Slíkur byfggir upp mál sitt með þeim gögnum sem hann telur sýna að hann hafi rétt fyrir sér. 

Alþingi lögleiddi samkomulagið eins og þú þekkir svo vel. Ekki skiptir neinu máli hvort aðilar ríkis megin eru eða voru meðlimir í hópi þeirra sem voru samningamenn ríkisins, enda voru þeir í hlutverki sínu að verja hagsmuni ríkisins pg gerðu það með slíkum sóma að þeir eiga stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu með störnu og gullkeðju því þeir eru kraftaverkamenn að ná svo hagfelldum samningi fyrir ríkið sem raun ber vitni. Ríkið fékk stórkostlegar eignir í sinn hlut fyrir gjafverð. Þeir stóðu svo sannarlega harðskeyttir í störfum sínum fyrir hönd hagsmuna ríkisins.

Þeir sem komu að samningunum voru ráðuneytisstjórar dóms- og kirkjumála, fjármála- og landbúnaðarráðuneytis og veitti þá Þorsteinn Geirsson þeirri nefnd forstöðu rn mrð nrfndinni sörfuðu einnig og sátu fundina eftir atvikum deildar- og skrifstofustjórar í þessum áður töldu ráðuneytum. Kirkjunnar megin sátu í nefnd  sr. Þórhallur Höskuldsson, sem var formaður þeirrar viðræðunefndar, sr. Jón Einarsson, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason og sr. Þórir Stephensen. Síðla árs 1995 féllu þeir sr. Þórhallur og sr. Jón frá, langt fyrir aldur fram. Í þeirra stað var í nefndina skipaður sr. Halldór Gunnarsson. Við formennsku í nefndinni tók sr. Þorbjörn Hlynur Árnason.

 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.10.2015 kl. 10:45

29 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Leiðrétting :

það féll niður orð í setningunni að ofan :

„.........hvort aðilar ríkis megin eru eða voru meðlimir þjóðkirkjunnar í hópi þeirra sem voru samningamenn ríkisins,“ 

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.10.2015 kl. 10:47

30 identicon

þetta var listilega skautað framhjá því sem að ég talaði um.
En ef að þetta er kaupleigusamningur, er þá kirkjan ennþá skráð sem eigandi jarðanna?
Er þá lítið mál að rifta samningnum þar sem aðeins er um kaupleigu að ræða?
Ef að samningnum er rift og kirkjan tekur eign sína til baka, þá hlýtur kirkjan sem skráður eigandi jarðanna að vera með lista yfir jarðirnar, ekki satt?

Ég hef ekki hugmynd um hvað þessar 2 hæðir kosta en það hlýtur að vera skráð í fastegnaskrá hver verðmæti hússins séu og þá er einfalt að finna verðmæti 2ja hæða.
Einnig hljóta þessar 2 hæðir að vera skráðar sem hluti hússins.
En þar fyrir utan þá skil ég ekki tengslin á milli fjölda jarða í eigu kirkjunnar og RUV hússins.

En spurningarnar um tengsli safnaðargjalda og skatta á landsmenn standa enn, semsagt að kirkjan fái greidda um 3 milljarða ári af skattekjum ríkisins.
Er þá ekki ríkið að greiða rekstrarkostnað kirkjunnar beint?
Allar aðrar stofnanir ríkisins þurfa að reka sig innan þess ramma sem fjárlög alþingis setur og þar sem að ríkið ákveður fjárframlög til kirkjunnar á fjárlögum, er þá einhver munur á kirkjunni eða annari ríkisstofnun?

Þórður Sigfriðsson (IP-tala skráð) 3.10.2015 kl. 13:01

31 identicon

"Árið 1987 voru lög sett á Alþingi þar sem ríkið tók yfir innheimtu sóknargjalda á landsvísu. Lögin um sóknargjöld voru afrakstur samningaviðræðna nefndar Jóns Helgasonar dómsmálaráðherra og gerðist ríkissjóður innheimtumaður sóknargjalda fyrir skráð trúfélög samkvæmt þeim samningum sem náðust þar um innan nefndarinnar eins og lesa má um í greinargerð með frumvarpinu á Alþingi sem og umræðum þar. Samkvæmt samningnum var fjársýslu ríkisins falið að reikna á hverju ári samkvæmt verðlagsþróun frá fyrra ári hvert sóknargjaldið skyldi vera hverju sinni. Fyrsta sóknargjaldið samkvæmt lögunum var því framreiknað sóknargjald það sem þjóðkirkjan hafði sjálf innheimt meðal safnaðarmeðlima sinna í hverri sókn fyrir sig árið á undan."   https://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%B3knargjald

Davíð12 (IP-tala skráð) 3.10.2015 kl. 14:26

32 Smámynd: Skeggi Skaftason

Herra prumpuklerkur,

EINA ástæða þess að ríkið tók yfir þessar jarðir árið 1907, er að þá þegar stóð afrakstur af þeim ekki undir launum presta.  Það hefur ekki breyst. Þegar um málið var rætt á Alþingi árið 1997 var Jóhanna Sigurðardóttir ein af fáum sem talaði um málið af viti. Hún gerði grein fyrir því að þær jarðir sem ríkið hafði þá selt voru á þeim tíma að andvirði að meðaltali um 3.5 milljónir króna.  Samvkæmt þeirri tölu var heildarverðmæti jarðanna um 1.5 milljarður á því ári, en ef við reiknum rúm vikmörk þá gæti talan verið á bilinu 1-5 milljarðar, uppfært til dagsins í dag um 2,5-15 milljarðar.  Launagreiðslur vegna samningsins nema nú ríflega 1.5 milljarði á ári ef ég man rétt, svo þessar jarðir er FYRIR LÖNGU búið að greiða fyrir - margfalt!

Þessir herramenn sem þú taldi upp og vilt veit fálkaorðu ætti frekar að stinga í fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik.

Skeggi Skaftason, 3.10.2015 kl. 14:41

33 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þórður

Líttu á Wikipedia síðuna sem Davíð vísar á með sóknargjöld sen ríkið tók að sér að innheimta fyrir trúfélögin í landinu. Svarið við spurningu þinni er augljóslega nei. Momentum er ekki að greiða eigendum krafna þegar það tekur að sér að innheimta, heldur er það sá sem greiða á sem stendur skil á því. Þetta sérðu með almennum lesskilningi frá umfjöllun Wikipediu sem vísað er í.

Menn gera mikið úr því að á 108 árum hefur ríkið greitt þjóðkirkjunni leigu af hátt í 700 jarðir á framreiknaða 30 milljarða. Því til viðbótar, vegna þess að afgjaldið er í formi launa, þá er ríkið að fá strax tekjuskatt af samningsgreiðslunum til baka jafnharðan. Þessar tvær hæðir í útvarpshúsinu á sama árafjölda munu vera um 7 milljarðar í leigugjald og ríkisútvarpið a áfram hæðirnar þrátt fyrir leiguna. Tvær meðalstórar skrifstofuhæðir taktu eftir- - ekki nærri 700 jarðir og fasteignir.

Það er ekki mikið mál að rifta samningnum ef vanefndir verða af hálfu ríkisins. Þannig er um samninga ef ekki er staðið við þá þá eru til riftunarákvæði í almennum lögum - sérstaklega kaupalögum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.10.2015 kl. 14:54

34 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur, eða á að kalla þig prumpudoktor eins og þú svo smekklega nefnir þá sem þér eru ekki sammála ?

Það sem þú nefnir heldur engu vatni, sér í lagi er nú jafnan lítið ef nokkuð að marka flugfreyjuna sem þú vitnar í. Hvert er til dæmis andvirði um helmings lögsagnarumdæmis Garðabæjar ?
Tökum dæmið af þessum tveimur hæðum útvarpshússins, eru þær 7 milljarða virði ?  Svona er um þegar leiga eða ígildi kaupleigu er um að ræða. Ríkið hefur haft af þessum jörðum afgjald og tekjur á móti á hverju ári.

Það er ekki vilji minn að veita samningamönnum fálkaorðuna, heldur er é3g að benda á að þeir stóðu sig svo vel fyrir ríkið að fá samning mannkynssögunnar og eiga af ríkisins hálfu að fá orðuna, hún er jafnan veitt fyrir sáralítið tilefni og því þegar svo stórkostlegur ávinnigur hlýst fyrir ríkið þá er komið ærið tilefni að verðlauna menn fyrir. Það væri gustuk og kæmist í sögubækur að aldrei fytrr hafi nokkur maður fengið orðuna fyrir jafn mikinn ávinning fyrir ríkið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.10.2015 kl. 15:02

35 Smámynd: Skeggi Skaftason

Prumpupredikari,

ég nota þetta viðurnefni á þig því málflutningur þinn er ekkert nema loft, blandað við skapvonsku og merkilegheit. Sem sé prump. En ég get svo sem líka valið nafn einhvers annars útúrsnúningstalsmanns ríkiskirkju þinnar, eins og Gunnlaugs Stefánssonar sem gerir sitt besta til að afvegaleiða umræðu um aðskilnað ríkis og kirkju í Fréttablaðinu í dag. 

En ég vil ekki fara að draga nafn einhvers ókunnungs manns inn í þessa umræðu eins og þú gerir svo smekklega. Svo prumpnafnbótin verður að duga.

Skeggi Skaftason, 3.10.2015 kl. 16:38

36 identicon

Í krafti slíkra raka eins og þú kemur með vilja alls konar fasistar afnema borgarlega réttindi og skoðanafrelsi, þar á meðal réttinn til að utanaðkomandi vantrúaður tjái neina skoðun á trúarbrögðum, þó það sé eitthvað sakleysislegra en teiknimynd.

Það er ekki hægt að lifa í nútímalegu fjölmenningarsamfélagi þar sem úir og grúir af alls konar skoðunum og hugmyndum án þess að einhverjum mislíki þú og þitt líferni. Þeir sem eiga erfitt með að lifa í þeirri fjölbreyti sem frelsinu fylgir ættu að hugleiða alvarlega, í fullri alvöru, að flytja til einhverra af alræðisríkjunum fyrir austan, þar sem fjölbreytni í skoðunum er ekki leyfð. Lífið er ekki svo slæmt þar og betra fyrir þá sem eru ofurviðkvæmir fyrir annarra áliti eða fyrir hönd annarra. 

Prestar eiga ekki að hafa þann rétt að gefa fólk saman samkvæmt lögum, heldur aðeins dómari. Þar með er vandamálið úr sögunni.

Að neita ekki að gifta menn sem þú villt ekki gifta væri ekki tillitssemi eða umburðarlyndi af hálfu prests sem burðast með fordóma. Heldur væri það hræsni og fals og myndi vanhelga athöfn þessara einstaklinga með slæmri orku. Að letja presta til að viðurkenna fordóma sína og hræða þá frá því með valdbeitingu eykur líkurnar á því að einstaklingar þurfi að upplifa þá slæmu reynslu að fjandmaður sameiningar þeirra gefa þá saman, sem er versta hugsanlega byrjun á hjónabandi. 

Hjónabandið er að mörgu leyti úrelt stofnun og á ekki að hafa sömu lagalegu þýðingu og það gerir í dag, heldur á að leyfa sem flest og fjölbreyttust sambúðarform, jafngild og jafnrétthá, óháð því hvort þessir einstaklingar stundi kynlíf eða ekki, og borgaraleg réttindi manna eiga ekki að koma svefnherbergisvenjum þeirra við. 

Lib (IP-tala skráð) 5.10.2015 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187192

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband