Einar Benediktsson allur: Lifir hann enn?

 

image

Það hefur verið stórvirki að skrifa ævisögu Einars Benediktssonar. Hún er í þremur bindum og ekkert þeirra er stutt. Mér finnst það ærið verk að meðtaka þessa sögu og takk Guðjón Friðriksson, þótt seint sé. En ég held að það hafi verið réttur tími fyrir mig að lesa þessa bók einmitt núna. Í ljósi þess sem gerst hefur, finnst mér ég sjá þjóðina mína í nýju ljósi. Sagan um Einar Benediktsson er að vissu leyti saga síns tíma en ég velti fyrir mér hvort eitthvað hafi breyst.

Ég hef aldrei skilið hvernig fólk á þeim tíma gat gert hetju úr úr þessum manni, sem blekkti og sveik vini og vandamenn en þó sérstaklega útlendinga. Og í raun gekk honum ekki annað annað til en að lifa í vellystingum. Og hver haldið þið lesendur góðir hafi borgað reikninginn. Honum var ekki bara fyrirgefið, heldur líka jarðaður á kostnað þjóðarinnar í sérstökum heiðursgrafreit. Hann hafði það að vísu fram yfir svikarana okkar í dag að hann gat ort, það geta þeir ekki. Það geta lögfræðingarnir þeirra ekki heldur svo ég viti.

Þótt undarlegt sé, kveð ég Einar og hans fólk með vissum söknuði. Einar er búinn að vera hluti af lífi mínu svo vikum skiptir og það sem á daga hans dreif var rætt við morgunverðarborðið hér í Álfheimunum til jafns við fréttir dagsins. Ég var meira að segja farin að hafa samúð með kallkvölinni, eftir að hann varð ósjálfbjarga erfitt gamalmenni. Lítill í sér en fullur af hroka og kvenfyrirlitningu. Aumingja Hlín. Hún fékk að vísu jörð til að hokra á. Ef einhver á heiður skilið þá er það Hlín. Gott að það skyldi ekki vera búið að finna upp orðið meðvirkni. Í framhaldi af þeirri hugsun, fór ég að velta fyrir mér hvort hluti að íslenskri þjóð væri haldinn af meðvirkni með glæsilegum þjófum.  

Margt í þessari bók kom mér á óvart. Mér fannst ótrúlegt hversu mikið er til af heimildum varðandi viðskipti Einars og reyndar samskipti hans við fólk í heild sinni. Mér finnst Grænlansmálið merkilegt, sérstaklega með tilliti til hvað stutt er síðan að Íslendingar áttu sér þennan draum um að eignast nýlendu. Reyndar ætlaði Einar að hagnast á því og selja nýlenduna eða leigja hæstbjóðanda um leið og málið væri í höfn. Skemmtilegasta sagan var þó af skáldinu og sýslumanninum, ríðandi í kvensöðli. Einar hafði meitt sig og vildi líklega ýkja meiðslin sér til ávinnings. Þannig hafði ég ekki séð hann fyrir mér þegar ég var að læra Fáka.

Myndin sem fylgir pistlinum er af kvensöðli.  

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 187269

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband