Gamlar konur:Að slá gegn

imageSjálfsagt hafa lesendur mínir tekið eftir því að gamalt fólk á Íslandi hefur verið látið mæta afgangi þegar kemur að kjaramálum. Ellilífeyririnn hækkar ekki í takt laun á vinnumarkaði. Ekki hefur þessi umræða slegið í gegn. Mér liggur við að segja að þessi umræða hafi verið hunsuð.

En ég ætla ekki í þessum pistli að tala um kjarabaráttu öryrkja og aldraðra. Ég ætla líka að segja frá þremur höfundum sem ég hef kynnst í sumar. 

 

Ég hef nefnilega byrjað að hlusta á bækur meðan ég skokka eða hjóla. Ég er að æfa mig. Það er ekki tilviljun að hlustun á bækur hefur aukist hjá mér, það er vegna þess að sjónin hefur daprast. Það var í þessu andrúmslofti fjandsamlegrar þagnar sem ég kynntist þessum útlendu konum.

Fyrst ég kynntist Jane Gardam (fædd 1928).  Hún er breskur rithöfundur og hefur skrifað bækur í mörg ár. En allt í einu slær hún í gegn 2004 með bókinni, Old Filth (skýring: FILTH= failed in London tray Hon Kong). Síðar komu út tvær bækur um sama fólkið og sagt er frá í fyrstu bókinni. Fyrst, The man in the Wooden hat og svo, Last Friends. Í öllum tilvikum kynnumst við gömlu fólki sem rifjar upp líf sitt. Þetta eru fyrrverandi munaðarleysingjar heimsveldisins, Raj orphans, nú gamalmenni fyrrverandi heimsveldis. Börn fólks sem starfaði í nýlendum Breta voru send heim til gamla landsins á heimavistarskóla, barnung. Sögurnar þrjár eru sagðar frá þrem ólíkum sjónarhornum. 

Hin gamla konan (ég ég er enn að lesa hana) er Harper Lee (1926). Eina bókin sem hún hafði skrifað, To kill a Mockingbird kom út 1960. En öllum til mikillar undrunar var tilkynnt 2014, að það væri að koma ný bók, Go Set the Watchman. Þá bók er ég nú að reyna að meðtaka á hlaupum (brandari). Reyndar er ekki alls kostar rétt að bókin sé ný, það hafði fundist gamalt handrit. Meira um þessa bók að loknum lestri.

Mig langar að bæta þriðju konunni við, Edith Wharton (f. 1862 d. 1937) þó hún passi ekki alveg inn í kategóríuna, gamlar konur.  Bækurnar sem ég hef  lesið eftir hana fjalla um gamla tíma, 19. öldina. Sjálf var hún 43 ára þegar bókin The House of Mirth kom út og 58 ára þegar The Age of Innocence kom út. Eftir að hafa lesið þessar bækur dettur mér eingöngu í hug, "af hverju var þetta ekki sagt mér". Og af hverju hafa bækur þessarar konu ekki verið þýddar. Algjörlega sígildar. 

Auðvitað kemur þessi lesning umræðunni um kjör gamla fólksins á Íslandi lítið við nema,  að þegar ég gerði hlé á lestrinum (þ.e. alltaf sem ég er ekki að skokka)  æpir á mig andrúmsloft þöggunar varðandi kjör gamals fólks og öryrkja. Ég velti fyrir mér af hverju öll þessi skrif "gamlingja" og góður rökstuðningur hefur ekki slegið í gegn, náð eyrum stjórnvalda. Nú er ég ekki að tala um bækurnar.

Ég er sjálf gömul kona. Ég get nú fagnað því að gangnagerðarmenn hafa slegið í gegn í Norðfjarðargöngunum (bókstaflega, nú skil ég loksins þetta orðatiltæki). Ég fagna því vissulega,  enda Austfirðingur í hjarta mér. Auðvitað eiga þessi göng eftir að nýtast okkur öllum. 

Eina skýringin sem sem ég get hugsað mér á því, hversu eldra fólk og öryrkjar þurfa stöðugt að hamra á sínum málum, án þess að slá í gegn, er að kannski hefur enginn mátt vera að því að reikna út  hvað það kostar stjórnvöld lítið að bæta kjör þessara hópa. 

 

 

Myndin er af Jane  Gardam 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187271

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband