Náttúran í okkur og við í náttúrunni

Í tilefni imageaf degi náttúrunnar langar mig til að hugsa og skrifa um náttúruna. Mér finnst það svolítið skrýtið, því alla jafna er ég ekki mikið að hugsa um náttúruna, því ég lít svo á að hún sé í okkur, við í henni. Við erum náttúra. Það er talað um að karlar missi náttúruna og það er vont. En það er ekki sú náttúra sem þessi dagur er helgaður. Konur missa ekki náttúruna, a.m.k. er aldrei talað um það. Þær verða kaldar. En auðvitað veit ég hvað er átt við með degi náttúrunnar. 

Og að öllu gamni slepptu er ekki útilokað að kynin hafi ólíka sýn á náttúruna. Ég fór að velta einmitt þessu fyrir mér af því ég er á kafi í að lesa Ævisögu Einars Benediktssonar. Hann er hreinn snillingur í að sækja sér líkingar í náttúruna. Þær eru reyndar margar kaldar og hrjúfar. Karlmannlegar? En það er kannski eins og að nefna snöru í hengds manns húsi að nefna nafn Einars Benediktssonar á degi helgaðan náttúrunnii. Nafn fossasalans, sem var tilbúinn að pranga með hana og selja hæst bjóðanda. En lesið Öldulíf, dásamlegar líkingar. 

Ekki alls fyrir löngu var ég viðstödd opnun á myndlistarsýningu Arngunnar Ýrar, myndlistarkonu. Hún býr í Ameríku en vinnur hér heima á sumrinn sem leiðsögumaður við að sýna útlendingum Ísland. 

Myndirnar á sýningunni voru nær allar unnar eftir á. Þær voru skínandi bjartar, íslensk fjöll í öllu sínu veldi. Íslensk náttúra. Við opnun sýningarinnar hélt Elísabet Jökulsdóttir ræðu. Þetta var nefnilega ekki bara opnun myndlistarsýningar, þetta var líka útgáfuteiti. Það var að koma út bók, Vitni, um náttúruna þar sem Arngunnur var höfundur mynda en Elísabet var höfundur texta. Í ræðu sinni velti Elísabet fyrir sér sambandi manns og náttúru og hvernig við hugsum um hana í dag. Í orðræðu dýrkum við náttúru en hún getur verið svo margt, t.d. creepy. 

Ég er í augnablikinu mikið að hugsa um að náttúran sé nálægt okkur og hún getur verið hvunndagsleg. Fegurð náttúrunnar er fólgin í því hvernig við hugsum, datt mér í hug fyrir nokkru síðan. Ég var að horfa á drullupoll og fannst hann svo fallegur. Meira að segja trén spegluðu sig i honum.

En til að enginn misskilji mig langar, mig til að segja þetta:

Stöndum vörð um náttúruna og munum að hún er bæði í hinu smáa og hinu stóra. Hún er í okkur, hjá okkur og hún er allur heimurinn.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 187268

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband