Mistökin í lífi mínu

image

Ég ætla ekki hér að telja upp eða kryfja öll mistök sem ég hef gert í lífi mínu, heldur láta mér nægja að segja frá mistökunum sem ég gerði í dag.

Undanfarnar vikur hef verið að undirbúa mig fyrir að hlaupa hálfmaraþon. Þetta er í 7. skipti sem ég hleyp þessa vegalengd. Þetta er þriðja hlaupið mitt eftir sjötugt. Í heildina er þetta skemmtilegt, maður hleypur á sínum hraða með fólki, þar sem allir eru að gera sitt besta, það er mikil orka í loftinu. Ekki spillir að á völdum stöðum meðfram brautinni hefur verið komið fyrir hvatningarstöðvum, þar sem skemmtilegt fólk telur í mann kjark og hrósar manni. Í sumum hverfum koma íbúar út á götu og gangstéttir og  hrópa hvatningarorð til þátttakenda. Í fyrra og í hitteðfyrra var þó einn kafli leiðarinnar bæði erfiður og leiðinlegur. Þar lá leiðin í gegnum ljótasta hverfi Reykjavíkur, það var leiðin móts við Sundahöfn, fram hjá vöruhótelum, vöruskemmum og loks þó nokkuð upp í móti. Hlauparinn, ég, er farinn að finna fyrir talsverðri þreytu en það er þó enn allt of langt eftir, til að hlakka til að nú sé stutt eftir. 

Þar sem ég trúi því að það sé hjálp í þvi að hugsa jákvætt, ákvað ég að hlaupa þessa leið í dag í anda jákvæðrar íhugunar. Hugsa jákvætt og fallega. Ég þrælaði mér í gegnum athafnasvæðið, fram hjá húsum og skemmum og hugsaði fallega og sá einungis fegurð í umhverfinu. Ég gætti þess að hugsa hlýlega til starfsfólksins sem vinnur þarna. Það gekk vel og ég sá meira að segja eitt listaverk og nokkur tré. Þessu hafði ég ekki tekið eftir áður og ég var farin að hlakka til laugardagsins. 

Þegar ég kom heim, skoðaði ég af tilviljun hlaupaleiðina 2015 og komst að því að hún er breytt. Þessi kafli hefur verið tekinn út. Ég var meira að segja búin að finna honum nýtt nafn, Aðaldyr Reykjavíkur. Þetta er nú það svæði sem margir túristar sjá fyrst.  Kaflinn sem kemur í staðinn er mér ókunnugur (hef ekki hlaupið þarna). Jákvæðniskokkið í dag eru því mistök. 

Eða hvað?

Er þetta ekki bara eins og lífið sjálft. Stóru mistökin í lífi þínu eru e.t.v þín mesta gæfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 187246

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband