Þessi bók er gimsteinn: The Age of Innocence

image

Var að ljúka við alveg einstaklega góða bók. Hún er svo vel skrifuð að hún flytur lesanann til í tíma og rúmi. Ég vissi ekkert um þennan höfund (var bent á hann), hann heitir Edith Wharton og er fædd 1862 og bókin heitir The Age of Innocence. Sögusviðið er New York síðari hluta 19. aldar. Þetta er fjölskyldusaga sem  fjallar um yfirstétt þess tíma. Enn er ég komin aftur til fortíðar. Snilld þessarar konu er að henni tekst að flytja lesanda sinn, mig, í tíma og rúmi og jafnvel skipta um stétt. Ég trúi öllu sem höfundurinn segir og tek nú áhyggjufull þátt í áhyggjum, vonum og vonbrigðum fólksins. Ríka fólkið hefur nefnilega líka áhyggjur. 

Þetta er lágstemmd bók án stórra atburða. Hún fjallar um hugmyndir, tilfinningar og siðvenjur. Hvað má og hvað má ekki, hvernig á maður að haga sér til að falla inn í. Fatnaður, húsgögn og veisluhöld skipta miklu máli. Í forgrunni er ungt fólk sem ætlar að fara að gifta sig og það er mikilvægt að stíga engin feilspor. Aðalpersóna sögunnar, upprennandi lögfræðingur hefur í raun, fyrst og fremst áhuga á listum og menningu. Í þann mund sem trúlofun hans er tilkynnt opinberlega verður hann ástfanginn af annarri konu. Hann gerir sér grein fyrir tilfinningum sínum en telur sig bundinn af samfélaginu sem hann er hluti af. Þó hefur hann í raun heillast af róttækum hugmyndum þessa tíma um einstaklingsfrelsi.

 Þetta er bók þar sem þröngur heimur forréttindastéttarinnar og ástin togast á. Hún er svo góð og sannfærandi að ég pirraðist út í fólkið, slúðrið og smámunasemina. Aðalpersónan, Newland Arcer, var alveg að gera út af við mig. Hann gat aldrei tekið rögg á sig og staðið með sjálfum sér, eigin tilfinningum og þrá. 

Þetta er sem sagt góð bók sem setur lesandann svo rækilega inn lífið í New York á 19. öld að það er eins og að vera á staðnum. En það er skrítið fyrir mig, Íslendinginn, að hugsa til þess að þetta er tími Vesturfaranna. Tímabil fátæktar og landflótta, þegar fjöldi Íslendinga reyndi að hasla sér völl í mýja heiminum. Fátækum innflytjendum bregður ekki fyrir í hinum þrönga heimi yfirstéttarinnar í New York. 

Og þá er ég komin á þann stað, þar sem ég staldra alltaf við þegar ég les bækur fyrri tíma. Ég reyni að skoða samtíð mína í ljósi þess sem ég er að lesa. Er eitthvað sem ég get lært af þessu?

Og ég spyr, hvar stöndum við í sambandi við flóttafólk, fátæklinga? Erum við ekki auðkýfingar í samanburði við þau? Þessi bók er gimsteinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 187180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband