Um hreinleika herbúðanna: Hreinlætismál fyrr og nú

Í 5. Mósebók (23.12) er fjallað um mál sem nú er ofarlega á baugi. 

,,Þú skaltu og hafa afvikinn stað fyrir utan herbúðirnar. Þangað skalt þú ganga erinda þinna. Og þú skalt hafa spaða í tækjum þínum og er þú þarft að setjast niður úti, þá skalt þú grafa holu með honum,  moka því næst yfir og hylja saurinn."

Það er greinilegt að lengi hefur maðurinn kunnað ráð til að umgangast sinn eiginn skít og það þótti þá þegar vert að setja um það reglur. Nú þegar Íslendingar eru farnir að taka á móti svo mörgum gestum sem raun ber vitni, verða þeir huga að þessum þætti og finna þörfum þeirra stað utan herbúðanna. Ég er ekki að ætlast til að þeim verði gert skylt að taka með sér spaða. Og ég er ekki að fíflast. Allir sem ferðast hafa erlendis meta þjónustu m.a. út frá því hversu vel er séð fyrir hreinlætismálum og kunna sögur um sóðaleg klósett. Fyrir langa löngu var ég a feðalagi í Póllandi með þremur fullorðnum og einu barni. Eftir nokkrar tilraunir til að fara með barnið á almenningssalerni, ákvað sú lita (þetta var stúlka) að þangað færi hún ekki fleiri ferðir. Þannig kynntist ég hinum pólsku skógum og er henni þakklát. 

En að öllu gamni slepptu. Við Íslendingar verðum að koma hreinlætismálum okkar í lag. Annars verðum við fræg fyrir sóðaskap. Þetta getur ekki verið gestunum að kenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru ekki ómerkilegri leiðbeiningar en svo að vera nákvæmlega þær sömu og margar alþjóðlegar hjálparstofnanir kenna fólki í "vanþróuðu" löndunum til að auka lífslíkur fólks og draga úr dánarorsökum margskonar sjúkdóma sem verða vegna skorts á þessum upplýsingum. Þetta virðist sjálfgefið, en er það alls ekki og það verða dauðsföll á hverjum degi afþví fátækt fólk sem hefur ekki efni á almennilegu salerni á nútímavísu er að hafa hægðir of nálægt eigin hýbýlum og urðar þær ekki. Fínar leiðbeiningar fyrir fátækt fólk en annars ekki okkar að vera að hlægja að gömlum sögum og siðum annarra þjóða og arfi sem við eigum ekkert í og ættum að hafa vit á að virða bara úr fjarlægð eins og aðra framandi siði, Búddhisma og svo framvegis. Þó maður fái eitthvað að láni þýðir það ekki að maður hafi þar með rétt á að rægja það og hæðast að því. Þá er það orðið að stuldi. 

R. (IP-tala skráð) 18.7.2015 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband