Reykjavíkurflugvöllur: Rofin byggð

Ég bjó við flugvöllinn í 15 ár. Sem aðfluttur Reykvíkingur vissi ég meira um sögu Reykjavíkur til forna og landnám Ingólfs Arnarsonar en það sem lá nær mér í tíma.  Ég festi kaup á lítilli íbúð við Einarsnes og horfið á flugvélarnar út um eldhúsgluggann. Mér fannst óskiljanlegt að pappírarnir um eignina, voru allir stíluð á Þverveg 42, en ég flutti inn í Einarsnes 42. Nágrannar mínir höfðu unun af að fræða mig. Nágrannakona mín, Elsa Magnúsdóttir (faðir hennar hafði byggt húsið) útskýrði þetta allt fyrir mér. Þetta er rofin byggð, sagði hún.  Og hún lýsti fyrir mér hvernig byggðin í Skerjafirði var áður en Bretarnir tóku landið. 

Þá var Reykjvík ein heild en Skerjafjörðurinn tiltölulega nýleg byggð. Skarð hafði verið rofið í byggðina, húsin ýmist flutt (inn í Laugarnes) eða rifin. Ég reyndi að sjá byggðina fyrir mér eins og hún var. Það meikaði sens.

Reyndar kunni ég aldrei illa nábýlinu við völlinn. Það var ekkert yfirflug stórra flugvéla en litlu vélarnar voru óútreiknananlegar. Um helgar voru þær stöðugt að lenda og taka sig til flugs (sjálfsagt í æfingarskyni) og mér fannst eins og þær myndu koma í hausinn á mér. Það hvarflaði ekki að mér að kannski, ef til vill, væri betra að hafa flugvöllinn annars staðar.

Íslendingar réðu ekki vali á flugvallastæðinu. Þetta var breskur flugvöllur. Ég veit ekki hvort ákvörðun um staðarval hefði verið önnur ef Íslendingar hefðu sjálfir ráðið. En það hefði áreiðanlega verið deilt. Landið hentaði illa, þetta er mýri og það þurfti að aka mikilli möl í foraðið. Í það fór hluti af Rauðhólunum. 

En þegar ég rifja upp í huganum flugvellina sem við höfum sjálf gert og ráðið staðsetningu á, man ég ekki eftir neinum, sem er staðsettur í þéttbýlinu sem hann á að þjóna. Ég hef heldur aldrei lent í miðborg erlendis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband