Mamma, það er flugvél á götunni

Í gamla daga, þegar ég var þriggja barna móðir í Skerjafirði, hringdi yngsta barnið til mín og sagði:,,Mamma,ég kemst ekki í skólann, það er flugvél á götinni". Ég var í vinnunni og börnin tóku strætó til of frá skóla. Ég var ekki alveg óvön því að stundum væri hringt og spurt hvort ég gæti ekki skutlað, því ég vann ekki langt frá. En þá þurftu að vera gildar ástæðu, því ég var ströng móðir og vildi ekki láta börnin komast upp með eitthvað rell. 

Nú fannst mér langt gengið og sagði eins og var að ég tryði ekki svona löguðu. Það kom angistarhljóð í símann. Þetta var yngsta barnið sem var í skólanum eftir hádegi (skólinn var tvísetinn eins og tíðkaðist þá). Ég vissi að miðbarnið átti að vera komið heim, og nú kom ný rödd í símann. ,,Jú, það er flugvél á veginum og strætó gengur ekki". 

Ég bað um leyfi til að skjótast úr vinnuni. Það er kannski allt í lagi að láta það fylgja sögunni, að það var ekkert vinsælt að vera að skjótast úr vinnunni.  Auk þess var með samviskubit út af af að láta litla barnið fara eitt í strætó, yfir tvær umferðagötur. En flugvél á götunni, það hafði mér aldrei dottið í hug. 

Ég dreif mig á vettvang. Og þarna var hún, eins og risastórt þunglamalegt sjóskrímsli, þvert yfir veginn, eins og á leiðinni út á sjó. Þetta var minnir mig áætlunarvélin til Pareksfjarðar. Á þessum tíma var stöðug umferð olíubíla úr Skerjafirði.

Engin slys urðu á fólki. Mér var létt.

Í 15 ár bjó ég í Skerjafirðinum. Mér fannst flugvöllurinn friðsæll, ég horfði á flugvélarnar koma og fara út um eldhúsgluggann. Það var lítil truflun af þeim, því það var ekki yfirflug. Skömmu síðar flutti fjölskyldan úr Skerjafirðinum út á land, rir sögn, reyndar voum við ekki að flýja. Ég var næstum búin að gleyma þessu og þegar ,,litla barnið" mitt mundi ekkert eftir þessu, fór ég að halda að mig hefði dreymt það. En vefurinn bjargaði mér.

Í Þjóðviljanum 11. 3. 1986 segir: Kraftaverkið frá því í gær (fyrirsögn)

Enginn farþegi né flugfólk slasaðist og engin bifreið var á Suðurgötunni þegar Fokkervélin hætti við flugtak og rann útaf flugbrautinni og yfir Suðurgötuna (millifyrirsögn).

Ég get ekki sagt að ég hafi mikinn áhuga á stríðinu um flugvöllinn. Flug er of dýrt fyrir mig. Ég er orðin 73 ára gömul og býst ekki við að lifa það að sjá nýjan flugvöll. En ef ég fengi að ráða þessu, yrði hann í Keflavík. Ég myndi síðan taka lestina í bæinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 187199

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband