Gullfinkan: Barnabók sem leynir á sér

image

Eg lauk við bókina The Goldfinch (Donna Tartt) fyrir nokkrum dögum. Siðan hef ég verið að gera það upp við mig hvað mér finnst.

Þetta er bók sem leynir á sér, í fyrstu er hún eins og barna- eða unglingabók. Hún er sögð í fyrstu persónu, það er drengurinn og seinna maðurinn, Theodor Decker, sem segir söguna. Han er býr hjá nóður sinni í New York, hann er ljúfur drengur,  enn barn. Móðir hans er falleg og skapandi. Hún lifir og hrærist í listageiranum. Hann er ljúfur drengur og deilir áhugamálum móður sinnar. Í upphafi sögunnar hefur þó verið kvartað undan hegðun hans í skólanum, svo þau mæðginin þurfa að fara á fund til að ræða málin. Þau koma við á listasafni til að nýta tímann og ferðina. Þá ríður reiðarslagið yfir. Safnið verður fyrir sprengjuáras og móðir hans ferst ásamt fleiri safngestum. Þau hafa verið að skoða frægt málverk frá 17. öld, mynd af gullfinku. Í uppnáminu og örvæntingunni sem upp kemur, kemst þetta málverk í hans hendur og  það á eftir að fylgja honum og hafa áhrif á örlög hans.

Það er ómögulegt að rekja innihald þessarar bókar án þess að stela eftirvæntingu hugsanlegs lesanda. Eftir þennan atburð umturnast líf drengsins. Lesandinn fylgir honum í gegnum þykkt og þunnt. 

Þetta er löng bók, 962 bls. Hún er langdregin, full af nákvæmum lýsingum, sem lesandinn (ég) sér sér, frásögnin lifnar við. Umhverfi og atburðir eru dregnir upp í smáatriðum.  Satt best að segja hefði ég ekki enst til að lesa þessa bók, nema af því mig langaði til að vita hvernig þessum dreng, sem ég kynnist í upphafi bókarinnar, reiðir af. Og vegna þess að bókin er einstaklega vel skrifuð. Stíllinn heillaði mig. En mér fanns stundum erfitt að fylgja löngum og nákvæmum lýsingum á dópi og dópupplifunum. Hugmyndaheimur glæpamanna er bæði óaðlaðandi og óinteressant.

Það er ekki alveg rétt að tala um að ég hafi lesið bókina. Ég sá aldrei, né handlék venjulega bók, ég var með hana í rafrænu formi, ýmisst sem hljóðbók eða sem rafbók. Það er nútiminn. Hann hentar mér vel, sjóndapurri konunni. Ég hlustaði á þessa bók meðan ég var að hlaupa og það var óneitanlega undarleg upplifun að vera með þennan glæpa og dópheim, sem drengurinn leiddist út í, hlaupandi í góðviðri og kyrrð Austurlands, þar sem fuglasöngurinn og þessi undarlegi heimur keppi um athygli mína. 

Þessi bók reyndi á það gerði skokkið líka. Síðustu kaflana las ég á Völlumum á leið inn í Skriðdal. Ég hélt að þetta ætlaði aldrei endi að taka en nú er ég þakklát fyrir að hafa haldið út. 

Þetta er ein besta bók sem ég hef lesið lengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband