Hjálpin

kathrynstockettx-inset-community http://www.imdb.com/title/tt1454029/ 

Enn og aftur skildi vinkona mín eftir bók á borðinu hjá mér og nú með þeim ummælum að hún væri góð og skemmtileg en það væri dálítið erfitt að lesa hana af því hún væri skrifuð á óvenjulegu máli. Þar sem bókin er á ensku og vinkonan sjálf með ensku sem móðurmál, ályktaði ég sem svo að þetta væri trúlega ekki bók fyrir mig því ég er slök enskumanneskja. Bókin hafði því legið hjá mér um nokkurt skeið þegar ég í einhvers konar neikvæðikasti ákvað að láta slag standa og lesa hana. Neikvæðnin var á þá leið, að mér fannst allar nýjar bækur ómögulegar, ýmist vegna þess að þær fjölluðu um einskis verða hluti eða væru svo erfiðar, flóknar og bókmenntalegar að þær væru ólesandi.

Bókin THE HELP er eftir rithöfund sem ég hef aldrei heyrt nefndan KATHRYN STOCKETT. Hún er látin gerast á sjöunda áratugnum, hefst 1962, og segir frá lífi vinnukvenna, húshjálpa í suðurríkjum Bandaríkjanna. Ramminn um frásögnina er að ung hvít menntakona, Skeeter, vill verða blaðamaður eða kannski rithöfundur, sækir um starf sem hún fær ekki. En í staðinn fær hún leiðbeiningar frá ritsjóra um að hún skuli reyna að skrifa um eitthvað nýtt, um efni sem henni finnist mikilvægt. 

Á þessum tíma voru allar almennilegar hvítar fjölskyldur í Suðurríkjunum með vinnukonur. Þær sáu ekki bara um heimilisstörfin heldur líka um börnin. Skeeter hafði sjálf reynslu af þessu, hún var alin upp af svarti konu og hún var tengd henni sterkum böndum. Þegar hún kemur heim úr námi hefur þessari konu verið sagt upp og hún fær aldrei neinar skýringar á því hvað hafi gerst. Þetta og fleira verður til þess að hún ákveður að skrifa bók á laun um stöðu þessara kvenna. Þetta gerir hún á laun með aðstoð hóps kvenna sem aðstoðuðu hana þrátt fyrir mikla hættu sem þær settu sig og fjölskyldur sínar í. Það var nefnilega ekki tekið á sjálstæðisbaráttu svarta með vettlingatökum í þá daga. Ég var næstum búin að gleyma þessu og hvað það er stutt síðan og líklega hef ég aldrei skilið það.

Bókaskrifin eru ekki tekin út með sældinni og það upphefst afar spennandi atburðarás þar sem við fáum að fylgjast með daglegu lífi kvennanna, þeirra svörtu og þeirra hvítu sem koma við sögu. Hluti bókarinnar er skrifuð á máli sem ég hef aldrei lesið fyrr og hef ekki hugmynd um hvernig er borið fram. En samt naut ég lestursins. Bókin var svo spennandi að ég átti erfitt með að leggja hana frá mér og þurfti að beita mig hörðu til að vaka ekki heilu næturnar. Og svo er hún líka fyndin og fræðandi. Ég mæli með þessari bók og bíð spennt eftir myndinn sem nú ku vera afar vel sótt.

Mikið væri gaman að fá þessa bók á íslensku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson


  Langar að sjá myndina  ætti að vera kominn á leigur. Myndin fær góða dóma hjá fólki sjá.. .Ratings: 8.1/10 from 8,761 users 

Hörður Halldórsson, 14.9.2011 kl. 19:44

2 identicon

Mér leist ekkert á sýnishornið, óttast að þetta sé einhvers konar ný Aðþrengdar eiginkonur

Bergþóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 187319

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband