Eldhuginn: Sagan um Jörund hundadagakonung og byltingu hans á Íslandi

488-220   921-4001-175x266 

Var að ljúka við Eldhugann, Söguna um Jörund eftir Ragnar Arnalds. Þetta er söguleg skáldsaga en það má segja að Ragnar Arnalds hafi að vissu leyti sérhæft sig í slíkum skrifum. Ég hef séð þrjú leikrit, sögulegs eðlis eftir hann, Uppreisnina á Ísafirð (byggð á ævi Skúla Thoroddsen), Sveitasinfóníu (aldarfarslýsing úr Skagafirði minnir mig) og Hús Hildebrands (byggir á ævi Þórdísar frá Vindhæli nálægt Skagaströnd). Þetta fundust mér allt skemmtileg verk og gæti vel hugsað mér að sjá þau aftur. En aftur að Jörundi.

Eins og fyrr sagði er sagan um Jörund sögulegt verk. Ragnar hefur greinilega sett sig vel inn í heimildir og leggur ekki bara áherslu á að lýsa Jörundi og ferli hans heldur vandar hann vel til að lýsa öllum aðstæðum, ekki bara á Íslandi heldur líka stöðu heimsmála á þessum tíma. Þessi bók er því ekki síður aldarfarslýsing en saga Jörundar. Mér þótti þessi bók fróðleg og læsileg og hún spanar mig upp í að lesa meira um Jörund og þetta tímabil í sögu okkar. Reyndar minnist ég nú þegar nokkurra bóka sem ég hef áður lesið svo sem Hraunfólkið eftir Björn Th. Björnsson sem mér finnst með betri bókum.

Þetta verður síðasta bókin sem ég lýk við fyrir Parísarferð mína og nú á ég bara eftir að skoða hvaða bækur ég vel til að hafa með mér. Ég hef alltaf með mér a.m.k. eina Íslendingasögu og síðast þegar ég var í París las ég Austfirðingasögur, sem ég hafði ekki lesið fyrr en það er til skammar þar sem ég er Austfirðingur. Það er svalandi að lesa slíkar bækur í hitanum úti en þessar sögur eru kannski full grimmar og blóðugar til að teljast ánægjuleg lesning. Ekki held ég mér takist að finna neitt til að fara með um Jörund því bókasöfn eru lokuð í dag en þegar ég kem heim ætla ég að ná mér í ferðasögu Runólfs Ágústssonar sem ég held að komi inn á ævi Jörundar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband