24.9.2009 | 10:41
Austfjarðafjöllin, smalamennska í Breiðdal
Ég fann það um leið og flugvélin lenti á Egilsstaðaflugvelli að mér hlýnaði um hjartaræturnar. Ég vissi fyrst ekki hvað það var en svo vissi ég að það var hallinn á fjöllunum en þau halla öll inn til landsins. Ég hafði aldrei hugsað út í það áður að svona vil ég hafa fjöll, svona eiga fjöll að vera. Við fórum Breiðdalsheiðina niður í Breiðdal, það er verið að vinna í veginum innst í Skriðdalnum og það er ekki gott að keyra hann. En maður er fullur umburðarlyndis, kannski verður einhvern tíma í framtíðinni góður vegur inn allan Skriðdal og jafnvel yfir heiðina. Haustlitirnir í Skriðdalnum eru fegurri en orð fá lýst og ekki eru þeir síðri í Breiðdalnum. Jórvíkurskógur og Norðurdalurinn glitra í litadýrð.
Sjálf smalamennskan, tilgangur ferðarinnar, gekk vel. Fyrri daginn var smalað frá Vatnsdalsvörpum og út að Tóarseli og Þorvaldsstöðum. Seinni daginn var smalað Fellið frá Tó og út að Ásunnarstöðum. Það náðist afar góð samvinna í þeirri göngu enda var henni vel stjórnað af bóndanum á Ásunnarstöðum sem er sannur leiðtogi.
Stundum fer það svo í smalamennskum að maður þarf að bíða eftir næsta manni, því göngumenn þurfa að fylgjast að, mynda breiðfylkingu og ganga fram með tangarsókn og þá er gott að dunda sér við að taka myndir. Það er enn mykið af berjum og ég sá einnig óvenjumikið af brekkubobbum.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.