12.9.2009 | 16:59
Lofsöngur til kartöflunnar
Það er fátt ánægjulegra en að taka upp kartöflur nema vera skyldi að borða þær. Ég var svo heppin s.l. vor að mér áskotnaðist garður til að setja niður í og dag fannst okkur hjónunum tímabært að taka upp. Augnablikið var vel valið, veður var nokkurn veginn þurrt og það var haustilmur í lofti. Reyndar hefði ég alveg getað hugsað mér að hafa þær lengur í jörðinni en bæði gæsir og einhverjir mennskir óþokkar höfðu ekki virt eignarétt minn á kartöflunum svo ég sá ekki að ég ætti annarra kosta völ. Og þarna glóðu þær í moldinni eins og gull, eins og rauðagull því þetta voru íslenskar rauðar. Uppskeran var góð, sérstaklega miðað við að við fengum garðinn seint og útsæðið sem var á markaði var ekki upp á marga fiska. Það var illa spírað og ekkert úrval af tegundum.
Ef Íslendingar ætla einhvern tíma að verða menningarþjóð þurfa þeir að læra að bera meir virðingu fyrir kartöflunni. Það eru nefnilega til margar tegundir af þessu hnossgæti og það er með kartöflur eins og vín sumar tegundir passa betur með sumum mat en aðrar. Þessar rauðu sem ég tók upp í dag passa t.d. afskaplega vel með saltfiski og lambakjöti. Aftur á móti eru þær óbrúklegar í kartöflumús og henta ekki vel til að brúna þær. Ég er boðin í mat til sonar míns í kvöld en hann ætlar að vera með nýtt lambakjöt og ég ætla að færa honum smælki til að hafa með því og kannski nokkrar gulrófur.
Lifi kartaflan.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 190752
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.