Var Jón lærði leiðinlegur?

Í sumarleyfinu las ég bók Sjón, Rökkurbýsnir en fannst aðalpersónan Jón lærði svo leiðinlegur að ég átti næstum eins bágt með að lesa bókina og að horfa á síðdegissápurnar í sjónvarpinu. Munurinn var sá að það geri ég ekki vegna þess þess að það er ekkert sem hvetur mig til þess en mér fannst mér bera að lesa Rökkurbýsnir af því það gæti leynst í þeim dulin speki fyrir mig og þá sem legðu sig fram um að nema hana. Ekki tókst mér að höndla spekina til fulls og því fór ég á bókasafnið í Sólheimum þegar ég kom heim og fékk lánuð Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða eftir Einar Gunnar Dalamann. Þetta er doktorsritgerð og framsetningin eftir því fræðileg. Það sem einkennir doktorsritgerðir er það að þær eru ekki ætlaðar til aflestrar nema fá útvalda, þ.e. aðra fræðimenn á sama sviði ef þeir hugsanlega gætu haft gagn af lesningunni við að skrifa nýja fræðilega bók, jafn óaðgengilega. En ég hef gaman af því að fást við torf og ég á eftir að lesa mér bók Einars mér til skemmtunar þótt ég geti ekki enn svarað því hvort karlinn Jón lærði var leiðinlegur eður ei. Hitt veit ég að ýmislegt sem ég er búin að stauta mig fram úr er skemmtilegt og það nægir mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband