Ekki Sturlungaöld en þó hliðstæður

Ég hef verið að lesa Einar Kárason, fyrst Óvinafagnað síðan Ofsa með hliðsjón af Sturlungu en ég er svo heppin að eiga hana í útgáfu Svarts á hvítu. Sú bók var fyrir keypt í óráðsíu á raðgreiðslum fyrir mörgum árum. Góð óráðsía það. Ég get ekki varist þeirri hugsun að okkar tímar séu á vissan hátt hliðstæðir við þessa tíma. En þó. Þetta voru umbrotatímar, höfðingjar deildu og héldu heri. Almenningur fékk lítið til málanna að leggja en þurfti náttúrlega að borga brúsann þegar á þurfti að herða. Þegar allt var komið í óefni leituðu höfðingjar liðsinnis erlends konungs. Það sem er ólíkt og skiptir sköpun er að enn leggjast menn ekki í hernað eða standa í stríði þar sem er úthellt blóði og vonandi kemur ekki til þess. Líklega og vonandi verður það einungis sviti og tár.

Enn eina hliðstæðu mætti þó nefna en að það sem virðist gera útslagið í átökunum, a.m. k. hvað varðar Framsóknarflokkinn. Átakalínur virðast mega rekja til Skagafjarðar. Eru kannski  Sturlungar og Haukdælir enn að takast á bak við tjöldin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband